Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 28. janúar 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
„Bournemouth gæti endað í Meistaradeildinni“
Andoni Iraola er að gera afsaplega góða hluti sem stjóri Bournemouth.
Andoni Iraola er að gera afsaplega góða hluti sem stjóri Bournemouth.
Mynd: EPA
Bournemouth tók sig til um liðna helgi og pakkaði saman Nottingham Forest, sem hefur verið á mikilli og óvæntri siglingu. Bournemouth spilar stórskemmtilegan fótbolta undir stjórn Spánverjans Andoni Iraola og er í baráttu um Meistaradeildarsæti.

„Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta, en Bournemouth gæti endað í Meistaradeildinni," segir Chris Sutton, sparkspekingur BBC, sem er hrifinn af leikstíl liðsins.

„Þeir eru frábærir í að breyta vörn í sökn, skapa fullt af færum og spila ekki með eiginlegan fremsta sóknarmann. Þeir eru breytilegir og maður sér hægri bakvörðinn Lewis Cook sem miðjumann og Dango Ouattara fremstan. Það er stórskemmtilegt að horfa á þá. Þeir eru ósigraðir í tólf síðustu leikjum og hafa unnið Arsenal og Manchester City á tímabilinu."

„Þeir eru frábærlega þjálfaðir og eru algjörlega óttalausir. Ástæðan fyrir óttaleysinu er meðal annars því það er ekki nein alvöru pressa á þeim."

Áhugaverður stjóri
Iraola yfirgaf Rayo Vallecano 2023 og tók við Bournemouth. Hann hefur unnið frábært starf hjá enska félaginu og nær því besta út úr mönnum. Á hliðarlínunni er hann sjálfur mjög virkur og ástríðufullur og þegar farið í bann á tímabilinu.

Hann hefur gert mjög áhugaverða hluti á stjóraferlinum, kom kýpverska liðinu AEK Larnaca í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og spænska smáliðinu Mirandes í undanúrslit spænska bikarsins áður en hann gerði Rayo Vallecano að stöðugu La Liga liði. Á leið sinni náði hann að leggja Barcelona.

Sjálfur vill Iraola halda leikmönnum sínum hjá Bournemouth á jörðinni og var fljótur að skipta um umræðuefni þegar blaðamenn vildu ræða við hann um Evrópumöguleika liðsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner