Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 28. maí 2023 19:35
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars eftir fimmta tapið í röð: Ánægður með mikið í þessum leik
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði í Árbænum í kvöld gegn Fylki. Eyjamenn eru áfram í fallsæti en liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Ég var ánægður með mikið í þessum leik. Við stýrðum leiknum, bæði með hápressu og með boltann. Við komumst í góðar stöður og fengum bestu færin," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Hann var ánægður með spilamennskuna og segir rosalega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum.

„Það hefur ekki alveg verið stöðugleiki hjá okkur en við höfum verið inn í þessum leikjum, sérstaklega í dag. Frammistöðulega séð var ég ánægður með mikið."

Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV meiddist í upphitun. Hvað kom fyrir hann?

„Það er hreinlega ekki vitað. Hann gat ekki hlaupið, þetta er mögulega eitthvað í mjöðminni."

Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór svo af velli á börum í fyrri hálfleik.

„Það leit ekki vel út en við krossum fingur og vonum að það sé ekki alvarlegt. Við höfum verið í skakkaföllum."

Hermann segir að sér lítist vel á framhaldið eftir frammistöðu liðsins í dag. Þarf liðið að sætta sig við að hlutskipti þess í sumar verði fallbarátta?

„Við höfum sýnt að við getum unnið alla í þessari deild. Ef það kemur ágætis stöðugleiki og við náum upp góðri stemningu þá veit ég hvað við getum gert."
Athugasemdir
banner
banner