Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 28. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roberto Carlos: Shaw var besti leikmaður EM
Mynd: EPA
Luke Shaw heillaði marga með góðri frammistöðu sinni með enska landsliðinu á EM í sumar.

Shaw kom inn í lið Englands eftir fyrsta leik og spilaði virkilega vel. Hann skoraði mark Englands í úrslitaleiknum gegn Ítölum og lagði upp þrjú mörk í keppninni.

Einn af þeim sem Shaw náði að heilla er brasilíska goðsögnin Roberto Carlos.

„Hann var besti leikmaður keppninnar," sagði Carlos við GQ tímaritið. „Hann verður að halda þessu áfram, halda áfram að spila eins og hann gerði. Það er nauðsynlegt."

„Ég horfði á allt mótið og enska liðið spilaði virkilega vel. Að tapa er hluti af leiknum og ég vona að liðið geri vel á HM."

„Ef það nær að halda áfram þessum frammistöðum þá á enska liðið skilið að vinna titil,"
sagði Carlos.
Athugasemdir
banner
banner
banner