Aston Villa er að vinna með búningaframleiðanda sínum, Castore, að því að laga núverandi hönnun að búningum liðsins.
Þetta var sett í vinnslu eftir að nokkrir leikmenn úr kvennaliðinu sögðust áhyggjufullar yfir því að þurfa að klæðast búningnum á nýju tímabili sem er að hefjast.
Þetta var sett í vinnslu eftir að nokkrir leikmenn úr kvennaliðinu sögðust áhyggjufullar yfir því að þurfa að klæðast búningnum á nýju tímabili sem er að hefjast.
Leikmenn karlaliðsins hafa kvartað yfir nýja búningnum í upphafi tímabilsins en hann dregur í sig mikinn svita og er talinn óþægilegur þegar liðið er á leikinn.
Aston Villa skrifaði undir langan samning við Castore á síðasta ári.
Kvennalið Aston Villa hefur nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni er þær mæta Manchester United á sunnudag, en hér fyrir neðan má sjá myndir af því hvernig búningurinn lítur út þegar leikmenn svitna mikið.
Has anyone considered how the @AVWFCOfficial women’s players are going to feel playing in these clingy wet-look shirts? They’re live on BBC on Sunday in the @BarclaysWSL v Man Utd for starters. Surely they can’t use kit in this material. Can @CastoreEngland sort it in time? #avfc https://t.co/Pg5v31ei9s pic.twitter.com/sIH1fzWwoz
— Jacqui Oatley (@JacquiOatley) September 26, 2023
Athugasemdir