Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. október 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull segir drauma rætast - „Bróðir hans þurfti markmann fyrir æfingarnar í garðinum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik í atvinnumannadeild í gærkvöldi. Hann varði mark Exeter gegn Leyton Orient í ensku D-deildinni. Jökull hafði fyrr um daginn fengið leikheimild hjá félaginu en það fékk Jökul til sín á neyðarláni þar sem markverðir félagsins voru fjarri góðu gamni.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og skirfaði Jökull eftirfarandi á Twitter í gærkvöldi: „Ánægður með að hafa spilað fyrsta leikinn á atvinnumannastigi, draumar rætast. Ég vil þakka (Exeter) fyrir þetta tækifæri og við munum ná í sigurinn á laugardag." næsti leikur Exeter er einmitt á laugardag.

Móðir Jökuls, Lára Helgadótitir, skrifar undir færsluna: „Stolt móðir, stóri bróðir hans þurfti á markverði að halda fyrir æfingarnar í garðinum svo Jökull hefur verið markvörður síðan hann var tveggja ára - þeir eru báðir atvinnumenn í dag sem sýnir að samstarfið gengur vel fótboltalega."

Bróðir Jökuls er Axel Óskar Andrésson sem leikur með Viking í efstu deild í Noregi. Jökull er nítján ára gamall og er að láni hjá Exeter frá Reading. Lánið gildi í vikutíma.

Sjá einnig:
Jökull: Þurfti að vinna af mér rassgatið til að komast að hjá Reading (24. mars)


Athugasemdir
banner
banner
banner