Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mán 28. október 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood átti algjöran hauskúpuleik
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Það hefur aðeins hægst á Mason Greenwood eftir frábæra byrjun hjá Marseille í Frakklandi.

Hinn 23 ára gamli Greenwood hefur aðeins gert eitt mark síðan í ágúst. Hann átti hörmulegan leik gegn Paris Saint-Germain í gær og var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í franska íþróttablaðinu L'Equipe.

„De Zerbi beið fram að hálfleik til að taka hann út af en það var of mikið. Án boltans, þá missir hann áhugann. Þetta var fíaskó," segir L'Equipe sem gaf honum einn í einkunn.

La Provence, annar fjölmiðill í Frakklandi, gaf Greenwood líka einn í einkunn.

Í október 2022 var Greenwood ákærður fyrir nauðgun og heimilisofbeldi en málið var látið niður falla í febrúar í fyrra. Sönnunargögn málsins voru myndir, myndbönd og hljóðupptaka sem kærasta hans birti á Instagram, en málið var þrátt fyrir það látið falla niður.

Greenwood átti ekki afturkvæmt til Manchester United eftir málið og var því seldur til Marseille í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner