Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 29. febrúar 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Guy Smit, markvörður KR.
Guy Smit, markvörður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með ÍBV á síðasta tímabili.
Í leik með ÍBV á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur spilað á Íslandi frá 2020.
Hefur spilað á Íslandi frá 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR varð Reykjavíkurmeistari fyrir stuttu.
KR varð Reykjavíkurmeistari fyrir stuttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með Val Gunnarssyni og Eyjólfi Tómassyni.
Með Val Gunnarssyni og Eyjólfi Tómassyni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er stoltur að spila fyrir KR. Þetta er stærsta félagið á Íslandi og það sem hefur unnið flesta titla," segir markvörðurinn Guy Smit í samtali við Fótbolta.net. Hann skipti nýverið yfir í KR og mun berjast um það að verja mark liðsins í sumar.

Þessi 27 ára gamli markvörður kom fyrst hingað til lands árið 2020 og spilaði með Leikni í Lengjudeildinni og efstu deild sumarið eftir. Hann gekk til liðs við Val árið 2022 og spilaði tíu leiki í efstu deild en var lánaður til ÍBV á síðustu leiktíð þar sem hann lék 18 leiki með Eyjaliðinu sem féll úr Bestu deildinni.

„Ég er spenntur að vinna með Gregg (Ryder, þjálfara KR) og Jamie (Brassington, markvarðarþjálfara KR). Þeir vilja afreka mikið og eru mjög metnaðarfullir. Þú stendur fyrir eitthvað þegar þú ert leikmaður KR. Ég vil kannski ekki segja það í sömu setningu en þetta er svipað og að vera leikmaður Vals. Þú ert ekki í þessu bara til að vera með, þú ert þessu til að vinna titla. Mér líður frábærlega."

Nýtt verkefni í Vesturbænum
Það hafa orðið miklar breytingar hjá KR í vetur og nýr tími að hefjast í fótboltanum í Vesturbænum. Gregg Ryder tók við af goðsögninni Rúnari Kristinssyni og spennan er að magnast.

„Ég er mjög spenntur að taka þátt í þessu verkefni. 'Standardinn' er mjög hár á æfingum og í leikjum, og það er mikil ákefð. Þetta er öðruvísi en ég hef upplifað síðustu ár. Gregg er með miklar kröfur og hann er með skýra sýn á það hvað hann vill sjá og hvað hann vill ekki sjá. Ég hlakka til að sjá hvað gerist þegar við byrjum 6. apríl."

Ég horfi á það þannig
Guy var orðaður við önnur félög, til að mynda Vestra en endaði á því að skrifa undir hjá KR en Vesturbæjarstórveldið hafði þá leitað að markverði í langan tíma. Hann sér góða áskorun í því að hjálpa KR að komast aftur á toppinn

„Það voru mörg félög sem voru að leita að markverði og það áttu sér stað óformlegar viðræður, líka í öðrum löndum. Við könnuðum það. KR endaði sjötta sæti á síðasta tímabili og þeir enduðu ekki þar sem þeir vildu enda. Þeir vildu breyta til, taka tíma til að skoða sig um og taka því rétta ákvörðun. Þú getur hugsað um það á tvo vegu; ahh, þeir vildu mig ekki frá fyrstu stundu en ég hugsa það frekar þannig að ég er mjög ánægður að þeir völdu mig af hundruðum og jafnvel þúsundum markvarða sem þeir skoðuðu. Ég horfi á það þannig," segir Hollendingurinn.

„KR hugsar mikið um karakter leikmanna. Þú þarft bara einn karakter til að eyðileggja búningsklefann. Eftir það og þann tíma sem ég æfði með þeim þá voru þeir ánægðir með mig og hvernig ég haga mér. Ég er líka mjög ánægður og er spenntur fyrir því að spila með KR."

Guy segist hafa rætt við Vestra og það hafi verið mjög góð samtöl. „Á endanum tók ég ákvörðun með það sem ég vildi gera og í augnablikinu tel ég KR vera besta möguleikann. Alveg klárlega."

Frábær markvarðarsveit
Það er samkeppni um markvarðarstöðuna hjá KR. Félagið samdi á dögunum við Sam Blair, írskan markvörð sem kemur frá Norwich. Sigurpáll Sören Ingólfsson, strákur fæddur 2003, hefur svo varið mark KR í vetur og gert það vel.

„Það væri aldrei í samningnum um að ég yrði byrjunarliðsmarkvörður. Það væri fáránlegt. Gregg og Jamie ákveða hver spilar. Ég hef mikla trú á mér þrátt fyrir fimm mánaða frí og ég tel að geti staðið mig eins vel og ég hef gert síðustu árin. En ef ég spila ekki vel þá munu þeir ekki hika við að skoða málin," sagði Guy.

„Ég get sagt þér að getustigið í markvarðarmálum hjá KR, ég hef ekki séð svona áður (á Íslandi). Við fengum Sam Blair frá Englandi og svo erum með Spalla sem hefur staðið sig ótrúlega vel í síðustu leikjum sem hann hefur spilað. Hann er bara tvítugur og hefur heillað mig mikið. Svo ertu með Alex sem er 16 og 17 ára. Hann kemur á æfingar og flýgur um. Ég veit að Jamie er búinn að vera þarna í smá tíma og hann er að gera flotta hluti."

Andinn hérna er svo góður
Guy hefur verið á Íslandi samfleytt frá 2020. Hvernig líkar honum lífið á Íslandi og af hverju vill hann halda áfram að spila hérna?

„Andinn hérna er svo góður. Landið er mjög hreint og fólkið hérna er svo vingjarnlegt. Náttúran er frábær. Aðstaðan er kannski ekki eins góð og hjá stórum félögum í Hollandi en ákefðin er til staðar og hugarfarið er frábært hérna. Ég held að félög út í heimi viti ekki um Ísland og hversu góður fótboltinn er hérna. Rétta ákvörðunin fyrir mig er KR og að standa mig vel þar, að afreka hluti. Að koma aftur til Íslands er ákvörðun sem ég tók og ég tel mikið mögulegt í KR. Þetta er núna fimmta tímabilið mitt á Íslandi og ég kann mjög vel við mig hérna. Fólk er ekki mikið að flýta sér hérna eins og í Hollandi."

„Þegar ég stíg út úr flugvélinni þá líður mér vel. Fjölskylda mín hefur komið að heimsækja mig og það er alltaf mikil ró yfir þeim þegar þau koma. Mér er farið að líða eins og heima hjá mér. Ég hef reynt að læra tungumálið og get talað það smávegis. Þetta tekur tíma."

Áhugavert sumar fyrir KR
Síðasta tímabil var erfitt með ÍBV en það gerir Guy enn staðráðnari í að vinna titla með KR.

„Já, alveg klárlega. Síðustu tímabil hafa verið erfið og líka hjá Val þar sem mikið gerðist. Ég var meiddur og gat bara notað annan fótinn. Það var ákveðin reynsla. Ég er staðráðinn að sýna það hjá KR sem ég gerði hjá Leikni. Við erum með mikil gæði í KR og það er mikil ákefð í því sem við erum að gera. Ég held að þetta verði áhugavert fyrir sumar fyrir KR og vonandi verðum við hvergi nálægt sjötta sætinu," sagði markvörðurinn öflugi að lokum en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner