Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 29. apríl 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan boðið í Daníel Finns sem vill fara frá Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Greint var frá því í þættinum að Stjarnan hefði áhuga á leikmanninum og að hann vildi fara í Garðabæinn.

Daníel átti frábært undirbúningstímabil með Leikni og raðaði inn mörkunum. Hann er 21 árs sóknarþenkjandi miðjumaður sem á að baki einn leik fyrir U21 landsliðið.

Það var Hrafnkell Freyr Ágústsson sem greindi frá því að Stjörnumenn hefðu boðið oftar en einu sinni í Daníel. „Hann vill sjálfur fara og það er bara spurning hvað gerist um helgina, hvort hann verði farinn frá Leikni eða verði í hóp hjá þeim," sagði Hrafnkell. Hann sagðist ekki skilja af hverju Daníel vildi fara frá Leikni og í Stjörnuna.

Daníel lék 20 leiki í efstu deild í fyrra og skoraði tvö mörk. Í þættinum kom fram að Bjarki Gunnlaugsson væri umboðsmaður Daníels.

„Maður heyrir alveg að Leiknismenn binda miklar vonir við Daníel og ég held að margir hafi verið vongóðir með að þetta yrði hans sumar miðað við veturinn þar sem hann leit vel út. Hann hefur svo sem ekki byrjað þetta mót vel," sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa fleiri lið í Bestu deildinni áhuga á Daníel. Samkvæmt opinberri skráningu rennur núgildandi samningur Daníels við Leikni út í lok árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner