Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 29. maí 2023 19:15
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Þetta léttir á öllu
,,Gríðarlega mikilvægt fyrir okkur
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega ánægður. Þetta var frekar jafn leikur og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina, en við skorum fjögur mörk og erum með gott hugarfar. Þannig að ég er gríðarlega ánægður með það,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir kærkominn 4-2 sigur á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Sigurinn léttir á KA liðinu eftir hrikalegt gengi gegn Val, Breiðabliki og Víkingum þar sem að liðið fékk ansi slæma skelli og lenda svo undir í dag, en svara fyrir sig og stíga upp þegar að leikurinn er í járnum. Hallgrímur segir að þetta sanni að í KA liðinu séu flottir karakterar.

„Þetta datt okkar megin. Ég var gríðarlega ánægður með hugarfarið hjá strákunum, vegna þess að við lendum undir og þeir ná svo að jafna sem að okkur fannst ekkert voðalega sanngjarnt. En við höldum áfram og skorum svo tvö mörk í viðbót. Það sýnir mér að við erum ennþá með flotta karaktera og þetta léttir á öllu. Það er erfitt að tapa nokkrum leikjum í röð og þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,'' sagði Hallgrímur.

Hefur slæma gengið legið þungt á KA liðinu eða náði hópurinn að núllstilla sig eftir Víkingstapið? 

„Mér fannst við flottir í dag, fannst við ná að núllstilla okkur. En við lentum snemma undir á móti Víkingum og við fáum náttúrulega skell þar, þannig að það er klárt að það hafði áhrif á menn. En þá akkúrat vill maður fá svona svar og við komum flottir til baka. Við erum undir miklu leikjaálagi og nú erum við í fyrsta skipti að lenda í meiðslum og veikindum líka, þannig að það er álag á mönnum. En við leystum þetta í dag og þrátt fyrir að nokkrir séu frá þá erum við með flottan hóp og frábæra leikmenn á bekknum. Þeir komu inná og breyttu leiknum.''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner