Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   mán 29. maí 2023 19:15
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Þetta léttir á öllu
,,Gríðarlega mikilvægt fyrir okkur
watermark Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega ánægður. Þetta var frekar jafn leikur og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina, en við skorum fjögur mörk og erum með gott hugarfar. Þannig að ég er gríðarlega ánægður með það,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir kærkominn 4-2 sigur á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Sigurinn léttir á KA liðinu eftir hrikalegt gengi gegn Val, Breiðabliki og Víkingum þar sem að liðið fékk ansi slæma skelli og lenda svo undir í dag, en svara fyrir sig og stíga upp þegar að leikurinn er í járnum. Hallgrímur segir að þetta sanni að í KA liðinu séu flottir karakterar.

„Þetta datt okkar megin. Ég var gríðarlega ánægður með hugarfarið hjá strákunum, vegna þess að við lendum undir og þeir ná svo að jafna sem að okkur fannst ekkert voðalega sanngjarnt. En við höldum áfram og skorum svo tvö mörk í viðbót. Það sýnir mér að við erum ennþá með flotta karaktera og þetta léttir á öllu. Það er erfitt að tapa nokkrum leikjum í röð og þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,'' sagði Hallgrímur.

Hefur slæma gengið legið þungt á KA liðinu eða náði hópurinn að núllstilla sig eftir Víkingstapið? 

„Mér fannst við flottir í dag, fannst við ná að núllstilla okkur. En við lentum snemma undir á móti Víkingum og við fáum náttúrulega skell þar, þannig að það er klárt að það hafði áhrif á menn. En þá akkúrat vill maður fá svona svar og við komum flottir til baka. Við erum undir miklu leikjaálagi og nú erum við í fyrsta skipti að lenda í meiðslum og veikindum líka, þannig að það er álag á mönnum. En við leystum þetta í dag og þrátt fyrir að nokkrir séu frá þá erum við með flottan hóp og frábæra leikmenn á bekknum. Þeir komu inná og breyttu leiknum.''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner