Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 29. ágúst 2024 10:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Billy Gilmour fer hvergi
Mynd: EPA
Billy Gilmour, miðjumaður Brighton, er ekki á leið til Napoli eins og hávær orðrómur hefur veirð um. Frá þessu greinir TalkSport í dag.

Napoli vildi fá Gilmour í sínar raðir, Antonio Conte vildi fá hann inn á miðsvæðið sitt.

Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, vildi ekki missa Gilmour sem spilaði í fyrstu tveimur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.

Miðjumaðurinn Matt O'Riley meiddist svo á ökkla í deildabikarnum á þriðjudagskvöld þegar hann var tællaður illa og verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar. Það ýtir undir það að Gilmour fari hvergi.
Athugasemdir
banner