Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 14:49
Elvar Geir Magnússon
„Skynsöm ákvörðun að ráða Nuno“
Nuno Espirito Santo skrifar undir hjá West Ham.
Nuno Espirito Santo skrifar undir hjá West Ham.
Mynd: West Ham
Pragmatískur Nuno.
Pragmatískur Nuno.
Mynd: EPA
Graham Potter var rekinn frá West Ham á laugardag, eftir aðeins átta mánuði með stjórnartaumana. Nuno Espirito Santo, sem var rekinn frá Nottingham Forest þann 9. september, var ráðinn í hans stað og gerði þriggkja ára samning.

„Að ráða Nuno er eðlilega og skynsöm ákvörðun. West Ham er í fallsæti og þó það sé erfitt fyrir marga stuðningsmenn liðsins að heyra það þá er liðið ekki of gott til að falla," segir Sami Mokbel, íþróttafréttamaður BBC.

„Pragmatísk nálgun Nuno er fjarri því sem Potter var að reyna að innleiða og því sem aðdáendur liðsins vilja helst sjá frá sínu liði. En það er þörf að gera eitthvað."

„Nuno er með góða reynslu í að halda liðum í ensku úrvalsdeildinni, hann gerði það með Wolves og svo aftur með Nottingham Forest."

„Samkvæmt heimildum BBC þá höfðu forráðamenn West Ham samband við Nuno eftir tapið gegn Crystal Palace og vildu kanna hug hans, hvort hann væri tilbúinn í starf svona fljótt eftir að hafa misst starfið hjá Forest. Hans viðbrögð voru jákvæð og hann var klár í bátana."

Fyrsti leikur West Ham undir stjórn Nuno verður gegn Everton í kvöld klukkan en Hamrarnir eru í nítjánda sæti í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
5 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner