Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 15:42
Elvar Geir Magnússon
Grealish: Partístandið hjálpaði ekki
Jack Grealish, leikmaður Everton.
Jack Grealish, leikmaður Everton.
Mynd: EPA
Jack Grealish segir að partístandið utan vallar hafi ekki verið helsta ástæða þess að hann yfirgaf Manchester City. Hann viðurkennir að það hafi þó vissulega „ekki hjálpað“.

Grealish var lánaður til Everton og hefur leikið mjög vel, er með fjórar stoðsendingar í fyrstu fimm úrvalsdeildarleikjunum. Síðasta tímabil var erfitt en þá færðist hann aftarlega í goggunarröð Pep Guardiola hjá City.

„Það er alveg rétt að mér finnst gaman að kíkja út, mér finnst gaman að skemmta mér. Ég vil lifa lífinu en augljóslega er staður og stund til að gera það," segir Grealish sem er annálað partíljón.

„Í hreinskilni þá valdi ég stundum ekki bestu tímasetninguna. Á köflum hjá City þá hjálpaði þetta mér ekki. Ég get alveg viðurkennt það. En þetta var ekki helsta ástæðan fyrir því að ég fór. Ég spila alltaf best þegar ég finn ást. Ég vildi fara eitthvað annað þar sem ég gat fundið væntumþykju, vaknað með bros á vör."

Everton mætir West Ham á nýja Hill Dickinson leikvangnum í kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
5 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner