Federico Chiesa var ekki valinn í hópinn hjá Liverpol sem mætir Galatasaray í Tyrklandi á morgun, í 2. umferð Meistaradeildarinnar.
Ítalinn æfði með Liverpool í morgun en ferðaðist ekki með liðinu til Istanbúl.
Ítalinn æfði með Liverpool í morgun en ferðaðist ekki með liðinu til Istanbúl.
Chiesa var upphaflega ekki valinn í hóp Liverpool fyrir keppnina en félagið bætti honum við þann hóp eftir meiðsli Giovanni Leoni.
Chiesa kom af bekknum og skoraði jöfnunarmark gegn Crystal Palace um helgina en Palace tryggði sér sigurinn í uppbótartíma. Hugo Ekitike var í leikbanni í þeim leik en hann ferðaðist með til Istanbúl.
Liverpool vann 3-2 sigur gegn Atletico Madrid í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar og nú er komið að 2. umferð.
Hópur Liverpool gegn Galatasaray: Alisson, Gomez, Endo, Van Dijk, Konate, Kerkez, Wirtz, Szoboszlai, Isak, Mac Allister, Salah, Bradley, Jones, Gakpo, Ekitike, Mamardashvili, Robertson, Woodman, Frimpong, Gravenberch, Ngumoha.
Athugasemdir