Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir er sterkasti leikmaður 19. umferðar í Bestu deild kvenna en hún átti stóran þátt í því að Breiðablik þurfti að bíða með fagnaðarlæti sín.
Blikar hefðu getað orðið Íslandsmeistarar með sigri á Stjörnunni en Garðbæingar komu í veg fyrir það.
Blikar hefðu getað orðið Íslandsmeistarar með sigri á Stjörnunni en Garðbæingar komu í veg fyrir það.
Breiðablik náði forystunni í leiknum en í síðari hálfleik sneri Stjarnan leiknum við og vann 2-1. Úlfa Dís skoraði þar og lagði einnig upp mark.
„Gaf sig alla í þennan leik, skoraði mark og gaf eina stoðsendingu í þessum leik," skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í skýrslu sinni frá leiknum en hann útnefndi Úlfu sem besta leikmann vallarins.
„Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir vafalaust maður leiksins, með mark og stoðsendingu. Heilt yfir frábær frammistaða hjá henni í kvöld," sagði einnig í umfjöllun Vísis um leikinn þar sem Úlfa var einnig valinn besti leikmaður vallarins.
Stjarnan hefur verið að leika mjög vel síðustu misseri og er Úlfa stór partur af því en hún hefur sex sinnum verið í liði umferðarinnar í sumar. Hún hefur alls gert tíu mörk í 18 deildarleikjum í sumar.
Úlfa var fyrir tímabilið mjög eftirsótt af Val en hún endaði á því að vera áfram í Stjörnunni. Hún er með samning út næsta tímabil við Stjörnuna en áhuginn mun líklega ekkert dvína í vetur.
Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
12. umferð - Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
13. umferð - Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
14. umferð - Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
15. umferð - Linda Líf Boama (Víkingur R.)
16. umferð - Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
17. umferð - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
18. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir