Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 29. október 2020 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Antwerp og Spurs: De Laet bestur - Dele og Davies slakir
Antwerp vann Tottenham 1-0 í Evrópudeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom á 29. mínútu þegar Lior Refaelov skoraði eftir undirbúning Dieumerci Mbokani. Markið kom eftir mistök Ben Davies sem lék í vinstri bakverði Tottenham.

Davies var annar af tveimur slökustu mönnum vallarins ef marka má einkunnagjöf Sky Sports. Dele Alli og Davies fengu lægstu einkunn eða fjóra. Bestu menn vallarins voru þeir tveir sem komu að markinu auk Ritchie De Laet, fyrrum leikmanns Manchester United. Þeir fá þrír átta í einkunn.

Einkunnir Sky Sports
Antwerp: Butez (7), De Laet (8), Gelin (7), Seck (7), Juklerod (7), Hongla (7), Haroun (7), Gerkens (7), Miyoshi (7), Mbokani (8), Refaelov (8)

Varamenn: Buta (7), Benavente (6), Verstraete (6)

Tottenham: Lloris (6), Aurier (6), Sanchez (5), Davies (4), Reguilon (6), Winks (6), Dele (4), Lo Celso (6), Bergwijn (5), Bale (5), Vinicius (6)

Varamenn: Son (7), Kane (6), Moura (7), Lamela (6), Hojberg (7)

Maður leiksins: Ritchie De Laet

Athugasemdir
banner
banner