Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal seldi 2000 miða á 20 mínútum
Fyrir utan Emirates-völlinn.
Fyrir utan Emirates-völlinn.
Mynd: Getty Images
Næsta fimmtudag verður 2000 stuðningsmönnum hleypt á heimaleik liðsins gegn Rapid frá Vínarborg í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Hingað til hefur stuðningsmönnum ekki verið hleypt á völlinn í Englandi, en það er núna að breytast.

Sjá einnig:
Bretar leyfa áhorfendur í næstu viku - 4 þúsund manna hámarksfjöldi

Miðarnir fóru í sölu í gærmorgun, en dyggustu miðahafar félagsins (e. Premium members and Gold season ticket holders) fengu forgang á miðunum.

Stuðningsmennirnir gátu mest keypt fjóra miða. Fyrstur kom, fyrstur fékk.

Arsenal seldi miðana 2000 á 20 mínútum og greinilegt er að stuðningsmenn eru spenntir að komast aftur á völlinn.

Arsenal er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Evróudeildinni og mögulegt að Rúnar Alex Rúnarsson fái annað tækifæri með byrjunarliðinu eftir að hafa haldið hreinu fyrstu tvo leiki sína á milli stanganna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner