
Bandaríkin
Utah Royals, liðið sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með, lék sinn fyrsta leik í NWSL áskorenda keppninni. Öll liðin nema Orlando leika í keppninni og því eru átta lið í keppninni. Öll liðin leika fjóra leiki áður en úrslitakeppnin hefst en öll lið komast sjálfkrafa þangað.
Eftir þessa keppni hefst svo NWSL deildin sjálf. Orlando leikur ekki með vegna fjölda Covid-smita í leikmannahópnum.
Í þessari fyrstu umferð, sem fór fram í gær og í dag, sigruðu Washington Spirit og North Carolina Courage. Viðureign OL Reign og Sky Blue FC hefst seinna í kvöld.
Ein viðureign endaði með jafntefli og það var viðureign Houston Dash og Utah Royals. Gunnhildur var í byrjunarliði Utah og lék nánast allan leikinn, henni var skipt út af undir lok leiks þegar Houston leiddi 3-2. Utah jafnaði eftir skiptinguna og niðurstaðan 3-3.
Utah Royals, liðið sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með, lék sinn fyrsta leik í NWSL áskorenda keppninni. Öll liðin nema Orlando leika í keppninni og því eru átta lið í keppninni. Öll liðin leika fjóra leiki áður en úrslitakeppnin hefst en öll lið komast sjálfkrafa þangað.
Eftir þessa keppni hefst svo NWSL deildin sjálf. Orlando leikur ekki með vegna fjölda Covid-smita í leikmannahópnum.
Í þessari fyrstu umferð, sem fór fram í gær og í dag, sigruðu Washington Spirit og North Carolina Courage. Viðureign OL Reign og Sky Blue FC hefst seinna í kvöld.
Ein viðureign endaði með jafntefli og það var viðureign Houston Dash og Utah Royals. Gunnhildur var í byrjunarliði Utah og lék nánast allan leikinn, henni var skipt út af undir lok leiks þegar Houston leiddi 3-2. Utah jafnaði eftir skiptinguna og niðurstaðan 3-3.
Rússland
Í rússnesku úrvalsdeildinni sigraði CSKA granna sína Spartak í Moskvu. CSKA hefur verið í talsverðu brasi á leiktíðinni og sigurinn kærkominn.
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA og lék allan leikinn. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu. Fyrra mark leiksins kom á 27. mínútu og skoraði Nikola Vlasic það. CSKA bætti við örðu marki á sjöttu mínútu uppbótartíma. Vlasic var þar aftur á ferðinni eftir undirbúning frá Arnóri Sigurðssyni, vel gert hjá Arnóri.
CSKA er í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Rostov og fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir