Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 30. júlí 2019 13:44
Arnar Daði Arnarsson
Kian Williams í Magna (Staðfest)
Magni hefur bætt við sig Englending.
Magni hefur bætt við sig Englending.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neðsta lið Inkasso-deildarinnar, Magni frá Grenivík hefur fengið til sín þriðja Englendinginn í sumarglugganum. Kian Paul James Williams, eða Kian Williams hefur fengið félagaskipti yfir í Magna.

Kian er fæddur árið 2000 og er uppalinn hjá Leicester en hann kemur úr unglingaliði félagsins. Hann getur bæði spilað á kanti og sem fremsti maður á vellinum.

Hann er orðinn löglegur með Magna og gæti því leikið með liðinu gegn Fram í Safamýrinni í 15. umferð Inkasso-deildarinnar annað kvöld.

Áður hafði Magni fengið til sín Louis Wardle tvítugan varnarmann sem hefur leikið með U23 ára liði Barnsley. Á síðasta tímabili var hann einnig á láni hjá Curzon Ashton í ensku utandeildinni. Þá fengu Magni einnig enska framherjann Jordan Williams Blinco frá sænska félaginu Ytterhogdal. Jordan er 22 ára sóknarmaður frá Englandi sem getur bæði spilað sem fremsti maður og út á vinstri vængnum.

Auk þess kom Ólafur Aron Pétursson á láni frá KA á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner