Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Victor Osimhen til Galatasaray (Staðfest)
Osimhen er mættur aftur til Tyrklands
Osimhen er mættur aftur til Tyrklands
Mynd: Galatasaray
Þetta er aðeins hluti af fólkinu sem mætti til að taka á móti Osimhen
Þetta er aðeins hluti af fólkinu sem mætti til að taka á móti Osimhen
Mynd: Galatasaray
Tyrkneska félagið festi kaup á nígeríska framherjanum Victor Osimhen fyrir metfé í kvöld en hann kemur til félagsins frá Napoli. Þúsundir manna tóku á móti Osimhen á flugvellinum sem skrifaði undir langtímasamning.

Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu. Galatasaray fékk hann á láni á síðasta ári og varð hann markahæstur í deildinni er það vann deildarmeistaratitilinn í 25. sinn.

Flestir bjuggust við að Osimhen, sem er 26 ára gamall, myndi taka stökkið í stærri deild, en það varð ekkert úr því og ákvað Galatasaray að reyna að kaupa hann frá Napoli.

Viðræðurnar tóku dágóðan tíma og var Napoli ákveðið í að fá 75 milljónir evra fyrir kappann. Kaupverð sem hafði aldrei áður sést í Tyrklandi, en Tyrkirnir samþykktu á endanum að greiða verðmiðann og er hann nú loksins kominn aftur til félagsins.

Osimhen lenti í Istanbúl í kvöld og tóku þar á móti honum þúsundir stuðningsmanna.

Nígeríumaðurinn gerir þriggja ára samning með möguleika á ári til viðbótar.

Flottur gluggi hjá Galatasaray sem hefur einnig fengið Leroy Sane, Ismail Jakobs og Przemyslaw Frankowski, og samkvæmt erlendum miðlum eru fleiri stór nöfn á leiðinni.


Athugasemdir
banner