Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. september 2020 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Deildabikarinn: Newcastle þurfti vítaspyrnur til að slá Newport út
Mynd: Getty Images
Newport 1 - 1 Newcastle
1-0 Tristan Abrahams ('5)
1-1 Jonjo Shelvey ('87)
4-5 í vítaspyrnukeppni

D-deildarlið Newport County hefur á undanförnum árum byggt upp magnað orðspor í bikarkeppnum á Englandi. 2017/18 hafði Newport betur gegn Leeds United í FA bikarnum og munaði minnstu að liðinu tækist að henda Tottenham einnig úr leik.

2018/19 tókst Newport að slá Leicester og Middlesbrough úr leik í FA bikarnum og í deildabikarnum í ár hafði liðið betur gegn Swansea og Watford áður en Newcastle kíkti í heimsókn.

Newport virtist ætla að halda uppteknum hætti og komst yfir á fimmtu mínútu. Staðan var 1-0 eftir jafnan og fjörugan fyrri hálfleik en Newcastle tók öll völd á vellinum eftir leikhlé.

Þrátt fyrir urmul færa tókst lærisveinum Steve Bruce ekki að jafna fyrr en Jonjo Shelvey kom knettinum í netið á 87. mínútu og tókst þannig að knýja fram vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppninni klúðraði Joelinton fyrir Newcastle en Ryan Taylor og Brandon Cooper brenndu af í liði heimamanna og björguðu þannig gestunum frá vandræðalegu tapi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner