Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 30. september 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif spáir í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Liverpool í sigur?
Nær Liverpool í sigur?
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin rúllar aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Það er mikið af áhugaverðum leikjum framundan.

Arna Sif Ásgrímsdóttir, landsliðskonan og leikmaður Íslandsmeistara Vals, spáir í leikina sem eru framundan.

Arsenal 1-2 Tottenham (11:30 á laugardag)
Eftir geggjaða byrjun held ég að Arsenal fari aðeins að hökta. Tottenham sigur.

Bournemouth 0 - 2 Brentford (14:00 á laugardag)
Ivan Toney með tvennu.

Crystal Palace 0 - 2 Chelsea (14:00 á laugardag)
Chelsea sigur. Kai Havertz og Mason Mount heitir eftir landsleikjahlé

Fulham 1 - 1 Newcastle (14:00 á laugardag)
Skemmtilegur jafnteflisleikur. Mitrovic og Callum Wilson sjá um markaskorun.

Liverpool 3 - 1 Brighton (14:00 á laugardag)
Eðlilega eru Brighton fyrir ofan mína menn í töflunni. En taflan segir ekki alltaf allt. Liverpoolvélin er byrjuð að malla og þeir taka þennan leik, 3–1.

Southampton 0 - 0 Everton (14:00 á laugardag)
Það er jafnteflislykt af þessum. James Ward-Prowse setur hann í utanverð samskeytin úr aukaspyrnu.

West Ham 1 - 0 Wolves (16:30 á laugardag)
Dagga sendir sínum mönnum eitthvað pepp og West Ham vinnur leikinn, 1-0.

Man City 3 - 0 Man Utd (13:00 á sunnudag)
Ég held að þetta verði þægilegur sigur Man City. Haaland skorar 1-3 mörk.

Leeds 2 - 1 Aston Villa (15:30 á sunnudag)
Ég set Leeds sigur á þennan.

Leicester 0 - 2 Nottingham Forest (19:00 á mánudag)
Leicester geta ekki unnið fótboltaleiki, 2-0 fyrir Nottingham Forest.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner