Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   þri 30. ágúst 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höskuldur spáir í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland.
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland.
Mynd: EPA
Það er leikið í ensku úrvalsdeildinni í miðri viku að þessu sinni. Umferðin hefst með fjórum leikjum í kvöld.

Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA, var með sjö rétta er hann spáði í síðustu umferð deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, spáir í umferðina að þessu sinni en hann og hans liðsfélagar spila stórleik gegn Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á morgun.

Crystal Palace 2 - 1 Brentford (18:30 í kvöld)
Palace eru sterkir og landa þessum sigri.

Fulham 1 - 3 Brighton (18:30 í kvöld)
Brighton hafa verið stórkoslegir á þessu tímabili og þeir koma fullir af sjálfstrausti til leiks. Mitrovic setur sárabótamark fyrir Fulham.

Southampton 0 - 3 Chelsea (18:45 í kvöld)
Raheem Sterling og Reece James skapa mörkin og Chelsea heldur hreinu annan leikinn í röð.

Leeds 2 - 1 Everton (19:00 í kvöld)
Leeds líta vel út en það er ekki hægt að segja það sama um Everton.

Bournemouth 0 - 2 Wolves (18:30 á morgun)
Það er allt í rugli hjá Bournemouth og Úlfarnir sækja þennan sigur.

Arsenal 3 - 1 Aston Villa (18:30 á morgun)
Arsenal líta vel út og þeir vinna sinn fimmta leik í röð og verða fromlega komnir á “run”. Gabriel Jesus með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Man City 4 - 0 Nottingham Forest (18:30 á morgun)
Þetta verður leiðinlega sannfærandi hjá City. Norðmaðurinn skorar tvö mörk og Bernardo Silva tvö.

West Ham 2 - 3 Tottenham (18:45 á morgun)
Þetta verður skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Úrslitamark skorað á 90+ mínútu.

Liverpool 3 - 0 Newcastle (19:00 á morgun)
Liverpool vaknað og Salah skorar þrennu og bætir upp fyrir að komast ekki á blað í stórsigri síðustu umferðar.

Leicester 0 - 3 Man Utd (19:00 á fimmtudag)
Ekkert virðist bíta á Varane og Martinez og þeir halda hreinu annan leikinn í röð. Bruno skorar eitt og leggur upp annað.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson (7 réttir)
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir