Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   lau 30. september 2023 08:55
Elvar Geir Magnússon
ÞÞÞ dæmir sinn fyrsta leik í Bestu deild karla
watermark Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinn Þórðarson dæmir á morgun sinn fyrsta leik í Bestu deild karla. Hann verður með flautuna í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Fylki.

Keflvíkingar féllu formlega í síðustu umferð en Fylkismenn eru í harðri baráttu um að halda sér í deildinni. Árbæjarliðið er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Þórður Þorsteinn, sem er fyrrum leikmaður ÍA, FH og HK, lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið í fyrra og fór að dæma. Hann hefur klifrað hratt upp stigann hjá KSÍ enda ekki algengt að leikmaður sem á svona marga leiki í efstu deild snúi sér að dómgæslu.

Þórður, sem er 28 ára, sagði í viðtali við Fótbolta.net í fyrra að hann setti stefnuna á að verða FIFA dómari.

„Ég held að mín reynsla sem fótboltamaður sé einn af mínum helstu kostum sem dómari - minn leikskilningur. Ég held að ég geti fullyrt það að það sé enginn dómari á Íslandi sem eigi að baki tæplega 100 leiki í efstu deild. Það gæti verið einsdæmi í heiminum," sagði Þórður í viðtalinu en hann hefur dæmt marga leiki í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla í sumar.

Dómarar á leikjum morgundagsins í Bestu deild karla:

sunnudagur 1. október

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 KR-Breiðablik (Ívar Orri Kristjánsson)
19:15 Valur-FH (Sigurður Hjörtur Þrastarson)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Keflavík-Fylkir (Þórður Þorsteinn Þórðarson)
17:00 Fram-KA (Pétur Guðmundsson)
17:00 HK-ÍBV (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner