Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 30. nóvember 2020 15:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Guðni Bergs: Ég ræði við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið
Guðni Bergsson í stúkunni á Laugardalsvelli.
Guðni Bergsson í stúkunni á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ hefur hafið það ferli að finna næsta landsliðsþjálfara fyrir karlalandsliðið. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að stefnan sé að ráða í starfið fyrir jól.

„Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið," segir Guðni við Vísi.

Einn af þeim sem helst hefur verið orðaður við starfið er Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins. Arnar hefur áhuga á starfinu eins og hann lýsti yfir í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Þar talaði hann um að geta sinnt starfinu meðfram starfi sínu sem yfirmaður fótboltamála.

„Við höfum ekki tekið afstöðu til þess enn en ég sé það svo sem ekki sem einhverja hindrun – að við séum með starfsmann hér innanborðs sem sinni fleiri störfum eins og Arnar hefur verið að gera með U21-landsliðinu," segir Guðni við Vísi.

Hann segir að mikill áhugi sé fyrir starfinu bæði hérlendis og erlendis.
Athugasemdir
banner
banner