
Stjörnustelpur tóku á móti Keflavík í kvöld á Samsung vellinum í Garðabæ þegar 6.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í kvöld.
Stjarnan komst snemma yfir og var sigurinn aldrei í teljandi hættu og endaði með öruggum sigri heimastúlkna.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 Keflavík
„Ef þetta hefði verið fullkominn leikur þá hefðum við skorað fleirri mörk, mér fannst við hafa möguleika á að gera það. Mér fannst við nýta mjög margar sóknir illa." Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.
„Leikurinn var opin fram og tilbaka hérna í lokin og þá hefðum við getað gert betur og ég hefði þó líka viljað sjá aðeins tryggari varnarleik en við fengum þó ekki á okkur mark en mér var kennt það fyrir ansi mörgum árum að vera ánægður með sigur þó það sé ansi margt í leiknum sem maður hefði viljað sjá betur."
Stjarnan skoraði snemma í leiknum og Kristján sagði það skipta gríðarlega miklu máli.
„Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að við höfum náð að kreista hann þarna yfir línuna því Keflavíkurliðið skiptist á að spila mjög háa pressu eða skyndisóknarbolta og það er erfitt að fara í gegnum þær og skipti miklu máli."
Nánar er rætt við Kristján Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |