Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   mið 31. júlí 2024 22:22
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll um markaðinn: Það gengur bara ekki neitt
Rúnar Páll og nafni hans.
Rúnar Páll og nafni hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Við verðum alltaf að vera sáttir við stigið. Þetta var baráttuleikur og aðstæðurnar buðu líka upp á það. Ég held að bæði lið hafi fengið tiltölulega jafnmörg hálffæri. En við tökum stigið, við höfum ekki efni á öðru," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið náði í eitt stig í fallbaráttunni og kom sér úr neðsta sæti, þó liðið sé enn í fallsæti.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

Rúnar segist hafa verið ánægður með dugnaðinn og kraftinn í sínu liði. Hann segir andrúmsloftið gott í hópnum, eitthvað sem hann hefur talað mikið um í sumar.

Það hefur verið nokkuð um skakkaföll hjá Fylki og menn að detta á meiðslalistann.

„Við erum ekki með stærsta hópinn en erum með unga stráka, leikmenn sem eru ekki þekktustu nöfnin en eru að stíga sín fyrstu skref. Það eru strákar sem hafa verið á bekk eða utan hóp sem eru núna að fá mínútur."

Ásgeir Eyþórsson kom inn sem varamaður síðustu tuttugu mínúturnar. Þessi hávaxni miðvörður kom óvænt inn í fremstu víglínu. Hver var pælingin með því?

„Við vildum fá smá breytingu þarna fram. Þóroddur (Víkingsson) var orðinn þreyttur og við vildum ekki missa hæðina. Framararnir eru sterkir í föstum leikatriðum. Varnarlínan hafði staðið sig vel og við settum Ásgeir inn í sóknina. Við vorum að fá horn og aukaspyrnur og þar er Geiri öflugur."

Rúnar hefur ekki farið leynt með að hann vilji styrkja hópinn. Það eru enn um tvær vikur eftir af gugganum. Hvernig gengur? Eruð þið að nálgast einhvern leikmann í hópinn?

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá gengur það bara ekki neitt. Við höfum reynt en ekkert gengið. Sjáum hvað gerist, við verðum þolinmóðir. Við viljum að leikmenn séu það inni á vellinum og við sem stjórnum liðinu erum það líka. Það væri ekki verra að ná að styrkja þetta aðeins fyrir lokabaráttuna."
Athugasemdir
banner