Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   mið 31. júlí 2024 22:22
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll um markaðinn: Það gengur bara ekki neitt
Rúnar Páll og nafni hans.
Rúnar Páll og nafni hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Við verðum alltaf að vera sáttir við stigið. Þetta var baráttuleikur og aðstæðurnar buðu líka upp á það. Ég held að bæði lið hafi fengið tiltölulega jafnmörg hálffæri. En við tökum stigið, við höfum ekki efni á öðru," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið náði í eitt stig í fallbaráttunni og kom sér úr neðsta sæti, þó liðið sé enn í fallsæti.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

Rúnar segist hafa verið ánægður með dugnaðinn og kraftinn í sínu liði. Hann segir andrúmsloftið gott í hópnum, eitthvað sem hann hefur talað mikið um í sumar.

Það hefur verið nokkuð um skakkaföll hjá Fylki og menn að detta á meiðslalistann.

„Við erum ekki með stærsta hópinn en erum með unga stráka, leikmenn sem eru ekki þekktustu nöfnin en eru að stíga sín fyrstu skref. Það eru strákar sem hafa verið á bekk eða utan hóp sem eru núna að fá mínútur."

Ásgeir Eyþórsson kom inn sem varamaður síðustu tuttugu mínúturnar. Þessi hávaxni miðvörður kom óvænt inn í fremstu víglínu. Hver var pælingin með því?

„Við vildum fá smá breytingu þarna fram. Þóroddur (Víkingsson) var orðinn þreyttur og við vildum ekki missa hæðina. Framararnir eru sterkir í föstum leikatriðum. Varnarlínan hafði staðið sig vel og við settum Ásgeir inn í sóknina. Við vorum að fá horn og aukaspyrnur og þar er Geiri öflugur."

Rúnar hefur ekki farið leynt með að hann vilji styrkja hópinn. Það eru enn um tvær vikur eftir af gugganum. Hvernig gengur? Eruð þið að nálgast einhvern leikmann í hópinn?

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá gengur það bara ekki neitt. Við höfum reynt en ekkert gengið. Sjáum hvað gerist, við verðum þolinmóðir. Við viljum að leikmenn séu það inni á vellinum og við sem stjórnum liðinu erum það líka. Það væri ekki verra að ná að styrkja þetta aðeins fyrir lokabaráttuna."
Athugasemdir
banner