Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   mið 31. júlí 2024 22:22
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll um markaðinn: Það gengur bara ekki neitt
Rúnar Páll og nafni hans.
Rúnar Páll og nafni hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Við verðum alltaf að vera sáttir við stigið. Þetta var baráttuleikur og aðstæðurnar buðu líka upp á það. Ég held að bæði lið hafi fengið tiltölulega jafnmörg hálffæri. En við tökum stigið, við höfum ekki efni á öðru," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið náði í eitt stig í fallbaráttunni og kom sér úr neðsta sæti, þó liðið sé enn í fallsæti.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

Rúnar segist hafa verið ánægður með dugnaðinn og kraftinn í sínu liði. Hann segir andrúmsloftið gott í hópnum, eitthvað sem hann hefur talað mikið um í sumar.

Það hefur verið nokkuð um skakkaföll hjá Fylki og menn að detta á meiðslalistann.

„Við erum ekki með stærsta hópinn en erum með unga stráka, leikmenn sem eru ekki þekktustu nöfnin en eru að stíga sín fyrstu skref. Það eru strákar sem hafa verið á bekk eða utan hóp sem eru núna að fá mínútur."

Ásgeir Eyþórsson kom inn sem varamaður síðustu tuttugu mínúturnar. Þessi hávaxni miðvörður kom óvænt inn í fremstu víglínu. Hver var pælingin með því?

„Við vildum fá smá breytingu þarna fram. Þóroddur (Víkingsson) var orðinn þreyttur og við vildum ekki missa hæðina. Framararnir eru sterkir í föstum leikatriðum. Varnarlínan hafði staðið sig vel og við settum Ásgeir inn í sóknina. Við vorum að fá horn og aukaspyrnur og þar er Geiri öflugur."

Rúnar hefur ekki farið leynt með að hann vilji styrkja hópinn. Það eru enn um tvær vikur eftir af gugganum. Hvernig gengur? Eruð þið að nálgast einhvern leikmann í hópinn?

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá gengur það bara ekki neitt. Við höfum reynt en ekkert gengið. Sjáum hvað gerist, við verðum þolinmóðir. Við viljum að leikmenn séu það inni á vellinum og við sem stjórnum liðinu erum það líka. Það væri ekki verra að ná að styrkja þetta aðeins fyrir lokabaráttuna."
Athugasemdir
banner
banner