Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 31. júlí 2025 22:24
Alexander Tonini
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Daníel Hafsteinsson með boltann
Daníel Hafsteinsson með boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já er það svoleiðis? Geggjuð tilfinning, mér finnst við eiga þetta skilið. Við gerðum vel í fyrri hálfleiknum úti, hefðum átt að klára leikinn þar. Illa gert að klára það ekki og síðan erum við miklu betri í dag og eigum þetta fullkomlega skilið", sagði Daníel Hafsteinsson brattur eftir að Víkingur komst áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar með 4-2 sigri á heimavelli gegn Vllaznia frá Albaníu og samanlagt 5-4.

Það þurfti þó viðbótartíma til að útkljá einvígið, en fyrri leikur liðanna fór 1-2 fyrir Vllaznia í leik þar sem Víkingar voru klaufar að missa niður unninn leik. Það sást strax á fyrstu mínútu að Víkingur Reykjavík er einfaldlega mikla betra lið en Vllaznia frá Albaníu.

Vllaznia skoraði bæði mörkin sín í kvöld úr vítaspyrnum, annars voru gestirnir ekki líklegir til að skora fyrir utan það. Fyrri vítaspyrnan sem Vllaznia fékk var mjög ódýr en Tarik Ibrahimagic er dæmdur fyrir smá sertingu aftan frá á Bismark Charles.

„Ég veit ekki hvað ég að segja, allt of lítil snerting en maður fær því ekki breytt. Svolítið öðruvísi með dómarana þarna að maður má ekki segja orð við þá þannig að maður lætur þá bara í friði"

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 Vllaznia

Daníel Hafsteinsson hefur verið duglegur að skora í evrópuleikjum bæði með Víkingi og sínum gamla félagi KA. En Daníel gékk til liðs við Víking fyrir tímabilið.

„Það er alltaf gaman að skora. Ég er örugglega kominn með nokkur mörk í Evrópu, einhver tvö með Víkingi og önnur tvö með KA, það er bara gaman"

Á sama tíma og þessi leikur fór fram leikur KA gegn Silkiborg á Akureyri. Fyrirfram voru gestirnir frá Silkeborg taldir mun sigurstranglegri og þurfti líka viðbóðartíma til að skera úr um sigurvegarann. Því miður fyrir okkur Íslendinga þá skoraði Silkeborg sigurmarkið á 114. mínútu leiks og fóru áfram.

„Það er bara fáranlega vel gert hjá þeim (KA). Við vorum reyndar líka á æfingu úti og maður sá ekki neitt af þessu. Ég hefði fylgst með þessum leik hefði það ekki verið fyrir þennan leik"

Næsta verkefni Víkings Reykjavíkur er þriðja umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar þar sem liðið mætir danska stórliðinu Bröndby. En hvernig leggst einvígið í Daníel?

„Bara geggjað, alltaf gaman í Köben. Við ætlum að reyna að koma okkur áfram þaðan, bara stemning"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner