Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 31. júlí 2025 22:24
Alexander Tonini
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Daníel Hafsteinsson með boltann
Daníel Hafsteinsson með boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já er það svoleiðis? Geggjuð tilfinning, mér finnst við eiga þetta skilið. Við gerðum vel í fyrri hálfleiknum úti, hefðum átt að klára leikinn þar. Illa gert að klára það ekki og síðan erum við miklu betri í dag og eigum þetta fullkomlega skilið", sagði Daníel Hafsteinsson brattur eftir að Víkingur komst áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar með 4-2 sigri á heimavelli gegn Vllaznia frá Albaníu og samanlagt 5-4.

Það þurfti þó viðbótartíma til að útkljá einvígið, en fyrri leikur liðanna fór 1-2 fyrir Vllaznia í leik þar sem Víkingar voru klaufar að missa niður unninn leik. Það sást strax á fyrstu mínútu að Víkingur Reykjavík er einfaldlega mikla betra lið en Vllaznia frá Albaníu.

Vllaznia skoraði bæði mörkin sín í kvöld úr vítaspyrnum, annars voru gestirnir ekki líklegir til að skora fyrir utan það. Fyrri vítaspyrnan sem Vllaznia fékk var mjög ódýr en Tarik Ibrahimagic er dæmdur fyrir smá sertingu aftan frá á Bismark Charles.

„Ég veit ekki hvað ég að segja, allt of lítil snerting en maður fær því ekki breytt. Svolítið öðruvísi með dómarana þarna að maður má ekki segja orð við þá þannig að maður lætur þá bara í friði"

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 Vllaznia

Daníel Hafsteinsson hefur verið duglegur að skora í evrópuleikjum bæði með Víkingi og sínum gamla félagi KA. En Daníel gékk til liðs við Víking fyrir tímabilið.

„Það er alltaf gaman að skora. Ég er örugglega kominn með nokkur mörk í Evrópu, einhver tvö með Víkingi og önnur tvö með KA, það er bara gaman"

Á sama tíma og þessi leikur fór fram leikur KA gegn Silkiborg á Akureyri. Fyrirfram voru gestirnir frá Silkeborg taldir mun sigurstranglegri og þurfti líka viðbóðartíma til að skera úr um sigurvegarann. Því miður fyrir okkur Íslendinga þá skoraði Silkeborg sigurmarkið á 114. mínútu leiks og fóru áfram.

„Það er bara fáranlega vel gert hjá þeim (KA). Við vorum reyndar líka á æfingu úti og maður sá ekki neitt af þessu. Ég hefði fylgst með þessum leik hefði það ekki verið fyrir þennan leik"

Næsta verkefni Víkings Reykjavíkur er þriðja umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar þar sem liðið mætir danska stórliðinu Bröndby. En hvernig leggst einvígið í Daníel?

„Bara geggjað, alltaf gaman í Köben. Við ætlum að reyna að koma okkur áfram þaðan, bara stemning"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner