
„Bara súrt, sár að tapa þessu og eins og er oft búið að gerast í sumar, komumst yfir 1-0 og missum það niður og töpum og það er barta erfitt" voru fyrstu viðbrögð Dragan Stojanovic þjálfara Dalvíkur/Reynirs en liðið er fallið niður í 2.deild eftir 2-1 tapið gegn Leikni Reykjavík í Breiðholti í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 Dalvík/Reynir
Dragan segir að þetta sé saga tímabilsins hjá liðinu
„Þetta er sagan okkar í sumar og meiri segja við fáum mörk nokkrum sinnum eftir 90.mínútur að lið jafna á móti okkur og þetta er kannski það sem fór með okkur í sumar, við náðum ekki að halda forystu og svo fáum við mark á okkur úr engu færi en svona er fótboltinn."
Aðstæðurnar í dag voru ekki að hjálpa liðinum báðum en það var mikill vindur og rigning á Höfuðborgarsvæðinu í dag.
„Þetta var kannski ekki bestu aðstæður sem við höfum spilað við í sumar en þetta eru sömu aðstæður fyrir bæði lið og við getum ekki kvartað mikið undir rigningu og roki."
Dalvík/Reynir með tapinu í dag er fallið og spilar liðið í 2.deild á næsta tímabili og var Dragan spurður hvernig liðið ætli að nálgast síðustu tvo leikina í Lengjudeildinni.
„Við eigum tvo leiki í viðbót og við eigum Þór fyrir norðan á Sunnudaginn og eigum Þrótt heima og við þurfum að klára þetta og við ætlum að reyna allt til þess. Við þurfum að fara heim núna, hvíla á morgun og svo bara mæta á æfingu og ræða saman hvernig við ætlum að nálgast þessa síðustu tvo leiki."