Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   lau 31. ágúst 2024 18:59
Anton Freyr Jónsson
Dragan: Sagan okkar í sumar
Lengjudeildin
Dragan þjálfari Dalvíkkur
Dragan þjálfari Dalvíkkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt, sár að tapa þessu og eins og er oft búið að gerast í sumar, komumst yfir 1-0 og missum það niður og töpum og það er barta erfitt" voru fyrstu viðbrögð Dragan Stojanovic þjálfara Dalvíkur/Reynirs en liðið er fallið niður í 2.deild eftir 2-1 tapið gegn Leikni Reykjavík í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Dalvík/Reynir

Dragan segir að þetta sé saga tímabilsins hjá liðinu

„Þetta er sagan okkar í sumar og meiri segja við fáum mörk nokkrum sinnum eftir 90.mínútur að lið jafna á móti okkur og þetta er kannski það sem fór með okkur í sumar, við náðum ekki að halda forystu og svo fáum við mark á okkur úr engu færi en svona er fótboltinn."

Aðstæðurnar í dag voru ekki að hjálpa liðinum báðum en það var mikill vindur og rigning á Höfuðborgarsvæðinu í dag.

„Þetta var kannski ekki bestu aðstæður sem við höfum spilað við í sumar en þetta eru sömu aðstæður fyrir bæði lið og við getum ekki kvartað mikið undir rigningu og roki."

Dalvík/Reynir með tapinu í dag er fallið og spilar liðið í 2.deild á næsta tímabili og var Dragan spurður hvernig liðið ætli að nálgast síðustu tvo leikina í Lengjudeildinni.

„Við eigum tvo leiki í viðbót og við eigum Þór fyrir norðan á Sunnudaginn og eigum Þrótt heima og við þurfum að klára þetta og við ætlum að reyna allt til þess. Við þurfum að fara heim núna, hvíla á morgun og svo bara mæta á æfingu og ræða saman hvernig við ætlum að nálgast þessa síðustu tvo leiki."



Athugasemdir