Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 31. ágúst 2024 18:59
Anton Freyr Jónsson
Dragan: Sagan okkar í sumar
Lengjudeildin
Dragan þjálfari Dalvíkkur
Dragan þjálfari Dalvíkkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt, sár að tapa þessu og eins og er oft búið að gerast í sumar, komumst yfir 1-0 og missum það niður og töpum og það er barta erfitt" voru fyrstu viðbrögð Dragan Stojanovic þjálfara Dalvíkur/Reynirs en liðið er fallið niður í 2.deild eftir 2-1 tapið gegn Leikni Reykjavík í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Dalvík/Reynir

Dragan segir að þetta sé saga tímabilsins hjá liðinu

„Þetta er sagan okkar í sumar og meiri segja við fáum mörk nokkrum sinnum eftir 90.mínútur að lið jafna á móti okkur og þetta er kannski það sem fór með okkur í sumar, við náðum ekki að halda forystu og svo fáum við mark á okkur úr engu færi en svona er fótboltinn."

Aðstæðurnar í dag voru ekki að hjálpa liðinum báðum en það var mikill vindur og rigning á Höfuðborgarsvæðinu í dag.

„Þetta var kannski ekki bestu aðstæður sem við höfum spilað við í sumar en þetta eru sömu aðstæður fyrir bæði lið og við getum ekki kvartað mikið undir rigningu og roki."

Dalvík/Reynir með tapinu í dag er fallið og spilar liðið í 2.deild á næsta tímabili og var Dragan spurður hvernig liðið ætli að nálgast síðustu tvo leikina í Lengjudeildinni.

„Við eigum tvo leiki í viðbót og við eigum Þór fyrir norðan á Sunnudaginn og eigum Þrótt heima og við þurfum að klára þetta og við ætlum að reyna allt til þess. Við þurfum að fara heim núna, hvíla á morgun og svo bara mæta á æfingu og ræða saman hvernig við ætlum að nálgast þessa síðustu tvo leiki."



Athugasemdir
banner