Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 31. ágúst 2024 18:59
Anton Freyr Jónsson
Dragan: Sagan okkar í sumar
Lengjudeildin
Dragan þjálfari Dalvíkkur
Dragan þjálfari Dalvíkkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt, sár að tapa þessu og eins og er oft búið að gerast í sumar, komumst yfir 1-0 og missum það niður og töpum og það er barta erfitt" voru fyrstu viðbrögð Dragan Stojanovic þjálfara Dalvíkur/Reynirs en liðið er fallið niður í 2.deild eftir 2-1 tapið gegn Leikni Reykjavík í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Dalvík/Reynir

Dragan segir að þetta sé saga tímabilsins hjá liðinu

„Þetta er sagan okkar í sumar og meiri segja við fáum mörk nokkrum sinnum eftir 90.mínútur að lið jafna á móti okkur og þetta er kannski það sem fór með okkur í sumar, við náðum ekki að halda forystu og svo fáum við mark á okkur úr engu færi en svona er fótboltinn."

Aðstæðurnar í dag voru ekki að hjálpa liðinum báðum en það var mikill vindur og rigning á Höfuðborgarsvæðinu í dag.

„Þetta var kannski ekki bestu aðstæður sem við höfum spilað við í sumar en þetta eru sömu aðstæður fyrir bæði lið og við getum ekki kvartað mikið undir rigningu og roki."

Dalvík/Reynir með tapinu í dag er fallið og spilar liðið í 2.deild á næsta tímabili og var Dragan spurður hvernig liðið ætli að nálgast síðustu tvo leikina í Lengjudeildinni.

„Við eigum tvo leiki í viðbót og við eigum Þór fyrir norðan á Sunnudaginn og eigum Þrótt heima og við þurfum að klára þetta og við ætlum að reyna allt til þess. Við þurfum að fara heim núna, hvíla á morgun og svo bara mæta á æfingu og ræða saman hvernig við ætlum að nálgast þessa síðustu tvo leiki."



Athugasemdir
banner
banner