Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   lau 31. ágúst 2024 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Algjört hrun hjá Everton - Villa hélt út gegn Leicester
Fimm leikjum var rétt í þessu að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth sigraði Everton eftir ótrúlega endurkomu. Everton komst í 2-0 en á lokakaflanum skoraði Bournemouth og vann 2-3 útisigur á Goodison Park. Bournemouth byrjar þetta tímabil nokkuð vel en það er dökkt yfir hjá Everton.

Brentford vann 3-1 sigur á Southampton á heimavelli í dag þar sem Bryan Mbeumo, mikilvægasti leikmaður liðsins, skoraði tvö mörk og Yoane Wissa eitt. Hákon Rafn Valdimarsson var á bekknum hjá Brentford.

Nýliðar Ipswich eru komnir á blað í deildinni eftir jafntefli gegn Fulham á heimavelli. Liam Delap kom heimamönnum en Adama Traore jafnaði fyrir Fulham.

Á King Power leikvanginum tóku heimamenn á móti Aston Villa og leiddu gestirnir í hálfleik með marki frá Amadou Onana. Jhon Duran kom gestunum í 0-2 en Facundo Buonanotte minnkaði muninn á 73. mínútu. Heimamenn í Leicester bönkuðu fast en náðu ekki að koma inn jöfnunarmarki.

Loks gerðu Nottingham Forest og Wolves 1-1 jafntefli í Nottingham. Lokaleikur dagsins fer svo fram í London þar sem Manchester City heimsækir West Ham.

Brentford 3 - 1 Southampton
1-0 Bryan Mbeumo ('43 )
2-0 Bryan Mbeumo ('65 )
3-0 Yoane Wissa ('69 )
3-1 Yukinari Sugawara ('90 )

Everton 2 - 3 Bournemouth
1-0 Michael Keane ('50 )
2-0 Dominic Calvert-Lewin ('57 )
2-1 Antoine Semenyo ('87 )
2-2 Lewis Cook ('90 )
2-3 Luis Sinisterra ('90 )

Ipswich Town 1 - 1 Fulham
1-0 Liam Delap ('15 )
1-1 Adama Traore ('32 )

Leicester City 1 - 2 Aston Villa
0-1 Amadou Onana ('28 )
0-2 Jhon Duran ('64 )
1-2 Facundo Buonanotte ('73 )

Nott. Forest 1 - 1 Wolves
1-0 Chris Wood ('10 )
1-1 Jean-Ricner Bellegarde ('12 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner