
„Við erum búnir að bíða eftir þessum sigri lengi, þannig þetta er bara gott.'' segir Gabríel Hrannar Eyjólfsso, leikmaður Gróttu, eftir 2-1 sigur gegn Fjölni í 20. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 1 Fjölnir
Gabríel skoraði 2 mörk í dag og tryggði Gróttu þrjú stigin.
„Lykilatriðið er að vinna þennan leik sama hvernig það gerðist, það var einhvernveginn hugarfarið sem við fórum inn í þennan leik með,''
„Ég held að við höfum alveg sýnt að okkur langaði bara þvílikt mikið að vinna þennan leik og menn voru eins og Aron og Addi og ég veit ekki hvað og hvað fleygja sér fyrir endalaust af boltum og Rafal var að verja vel. Það voru bara allir að róa í sömu átt,''
Margt þarf að ganga til þess að Grótta heldur sér upp í Lengjudeildinni, en þessi þrjú hjálpa mikið í þeirri baráttu.
„Við ætlum bara að reyna að klára okkar og sjá hvað gerist, það þýðir ekkert annað.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.