Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   lau 31. ágúst 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lukaku gat ekki beðið um betri byrjun - Aftur tapaði Milan stigum
Rafael Leao bjargaði stigi fyrir Milan
Rafael Leao bjargaði stigi fyrir Milan
Mynd: EPA
Romelu Lukaku er þegar kominn í mjúkinn hjá stuðningsmönnum Napoli en hann skoraði dramatískt jöfnunarmark í fyrsta leik sínum með liðinu er það vann nýliða Parma, 2-1, í Seríu í kvöld.

Lukaku kom til Napoli frá Chelsea undir lok gluggans og endurnýjaði þá kynni sín við Antonio Conte, en þeir tveir unnu saman hjá Inter og urðu þar deildarmeistarar árið 2021.

Framherjinn byrjaði á bekknum gegn Parma í kvöld en var kynntur til leiks á 62. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Parma.

Á annarri mínútu í uppbótartíma jafnaði Lukaku metin eftir stoðsendingu Leonardo Spinazzola áður en Andre-Frank Zambo Anguissa gerði sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Það er ágætt að taka það fram að framherjinn Victor Osimhen, sem var í viðræðum um að fara bæði til Chelsea og Al-Ahli, var ekki í hóp hjá Napoli.

Þórir Jóhann Helgason var ekki í hópnum hjá Lecce sem vann 1-0 sigur á Cagliari. Lazio og Milan gerðu þá 2-2 jafntefli. Rafael Leao bjargaði stigi fyrir Milan með marki á 72. mínútu en Milan er aðeins með tvö stig úr þremur leikjum.

Bologna 1 - 1 Empoli
1-0 Giovanni Fabbian ('2 )
1-1 Emmanuel Gyasi ('3 )

Lazio 2 - 2 Milan
0-1 Strahinja Pavlovic ('8 )
1-1 Valentin Castellanos ('62 )
2-1 Boulaye Dia ('66 )
2-2 Rafael Leao ('72 )

Lecce 1 - 0 Cagliari
1-0 Nikola Krstovic ('26 )
Rautt spjald: Patrick Dorgu, Lecce ('45)

Napoli 2 - 1 Parma
0-1 Ange Bonny ('19 , víti)
1-1 Romelu Lukaku ('90 )
2-1 Andre Zambo Anguissa ('90 )
Rautt spjald: Zion Suzuki, Parma ('75)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner