Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 31. ágúst 2024 18:41
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður
Lengjudeildin
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður. Það er hægt að velta fyrir sér afhverju við skoruðum ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum þar sem við fengum 5-6 virkilega góð færi til að skora, lendum svo undir, þeir komast örugglega tvisvar inn í teiginn hjá okkur og skora úr því en bara karakter hjá strákunum að halda áfram að stýra leiknum og sigla þessu bara heim." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis Reykjavík eftir 2-1 sigurinn á Dalvík/Reyni á Domusnovavellinum í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Dalvík/Reynir

„Mörkin breyta leikjum eins og maðurinn sagði. Það var gott að ná inn jöfnunarmarkinu áður en við förum inn í hálfleik, þá er brekkan alveg jafn jöfn því við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann og ég er mest ánægður með það."

Leiknir Reykjavík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum en var svo á móti vindi í síðari hálfleik. 

„Ég átti von á Dalvíkingum aðeins ofar á völlinn og myndu pressa meira á okkur maður á mann en gerðu það ekki þannig við höfðum meira pláss til að spila boltanum og strákarnir gerðu það mjög vel."

Viðtalið við Óla Hrannar í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óli ræðir um síðustu tvær umferðir deildarinnar. 
Athugasemdir
banner