Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 31. ágúst 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Osimhen fer til Sádi eða í frystinn hjá Napoli
Mynd: EPA

Victor Osimhen gæti verið í miklum vandræðum en hann vildi fara til Chelsea í sumar en það gekk ekki upp.


Hann hefur verið orðaður við Al-Ahli í Sádí-Arabíu en Fabrizio Romano greindi frá því að hann færi ekki þangað þar sem Ivan Toney er orðinn leikmaður liðsins.

Romano greinir hins vegar frá því að nígeríski framherjinn gæti enn farið til Sádí-Arabíu á næstu dögum.

Ef það gengur ekki upp verður Osimhen í miklum vandræðum þar sem samband hans við Napoli er ansi súrt og hann mun ekki vera hluti af liðinu ef hann verður áfram hjá ítalska félaginu.


Athugasemdir
banner