Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   lau 31. ágúst 2024 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sama hrun hjá Selfossi og KR
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær varð ljóst að Selfoss er fallið úr Lengjudeild kvenna og spilar í 2. deild að ári. Það vekur athygli þar sem liðið lék í Bestu deildinni í fyrra. Liðið fellur því niður um tvær deildir á tveimur árum.

Þetta er sama hrun og hjá KR sem féll úr Bestu deildinni sumarið 2022 og úr Lengjudeildinni í fyrra. KR er núna að reyna koma sér aftur upp úr 2. deild.

ÍBV féll úr Bestu deildinni ásamt Selfossi í fyrra og á ennþá örlítinn séns á því að komast aftur upp. Liðið er í 4. sæti og á leik til góða á Gróttu sem er sex stigum á undan. Grótta, Fram og ÍBV berjast um að fylgja FHL upp í Bestu.

Afturelding, sem féll ásamt KR úr Bestu deildinni 2022, barðist um að fara aftur upp í fyrra en hefur verið um miðja deild í ár.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir