Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framkvæmdastjóri KA ósáttur: Á bara að vera feit sekt
Sævar Pétursson.
Sævar Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Stjörnunnar var lengi að skila sér fyrir dramatískan 3-2 sigur gegn KA í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem Stjarnan er í brasi með skýrslu fyrir leik. Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, skrifaði meðal annars pistil um þetta í fyrra.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, gagnrýndi Stjörnuna fyrir leikinn í kvöld.

„Óþolandi þegar sömu félögin komast alltaf aftur og aftur upp með óheiðarleika gagnvart skýrslugerð og KSÍ gerir ekki neitt í því," sagði Sævar á X.

„Þetta á bara að vera feit sekt á félögin sem gera þetta aftur og aftur."
Athugasemdir