Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 31. ágúst 2025 19:42
Sölvi Haraldsson
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega svekktur, þetta er mjög pirrandi. Mín skoðun á seinna markinu er að ég er kominn með fullt grip á boltann þegar hann skallar hann í hendurnar á mér. Ég veit ekki hvað annað ég á að gera nema að detta í jörðina og öskra.“ sagði Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, eftir 2-1 tap gegn FH í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 FH


„Engar. Ég spyr hann eftir leik afhverju var þetta ekki brot? Hann sagði bara mér fannst þetta ekki vera brot. Ég spyr hann aftur, afhverju var þetta ekki brot? Hann segir þá bara aftur að honum fannst þetta ekki vera brot. Ég veit ekki hvernig ég á að tala við hann um það. Þetta er búið að vera svona núna oft. Vítaspyrnan gegn KA og fyrsta markið gegn Val þar sem hann heldur mér eins og allir sjá. Stundum þarf maður bara smá heppni með sér og við erum bara ekki að fá hana.“


„Þetta er búið að gerast svo oft. Ég er í alvörunni að átta mig á því hvað þetta er að gerast oft, maður skilur þetta ekki alveg. Maður verður bara að halda áfram, eigum við að halda bara áfram og reyna að jafna leikinn og koma til baka? Maður þarf bara stundum hjálp líka.“


„Ég get náttúrulega ekki pælt í öðrum. Ég get bara pælt í því sem er að gerast hjá okkur og þetta er að gerast einum of oft. Óréttlátt gagnvart okkur. Ég ætla bara að detta niður í jörðina næst og öskra úr mér lungun til þess að kannski fá brotið.“


„Við þurfum að vinna í því að byrja leikina betur á heimavelli. Við þurfum að taka strax yfir leikina. Þetta er lykillinn á því ef við ætlum að halda okkur uppi í þessari deild og stíga upp. Það eru 6 leikir eftir, það er nóg af leikjum eftir til þess að redda þessu og halda okkur uppi.“

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner