Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 31. ágúst 2025 23:00
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Rúnar var að vonum sáttur með fyrsta sigur sinna manna síðan 5. júlí.
Rúnar var að vonum sáttur með fyrsta sigur sinna manna síðan 5. júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram fékk topplið Vals í heimsókn á Lamhagavöllinn í kvöld en þeir náðu að knýja fram sigur á lokametrum leiksins, þegar Simon Tibbling skoraði úr vítaspyrnu. Þetta reyndist vera fyrsti sigur Fram síðan 5. júlí og gat Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, því ekki verið annað en sáttur með það.

Við náðum að þrýsta þeim niður og þegar þú nærð að ýta Valsliðinu niður á eigin vallarhelming, fara þeir með senterana sína og allt liðið sitt niður að vítalínu og verjast ofboðslega vel. Mér fannst við bara vera flottir og við vildum ekki breyta neinu í hálfleiknum."


Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Valur

Margir skynjuðu smá hita á milli liðanna á vellinum. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og var auðvelt að skynja það. Rúnar hefur séð margt í boltanum og fannst eðlileg barátta milli liðanna tveggja. 

Mér fannst þetta bara góður fótboltaleikur. Þetta var bara eðlileg barátta og mér fannst hún ekki of mikil og Valsmenn eru auðvitað bara sterka menn í öftustu línu. Þú þarft að taka á móti því og standa í lappirnar og mér fannst við gera þeim mjög erfitt fyrir."

Valsmenn voru allt annað en sáttir með dómara leiksins, Gunnar Odd Hafliðason, en tekið var af þeim mark sem átti að hafa verið rangstaða og vildu þeir einnig vítaspyrnu í lok leiks. Gunnar Oddur gaf lítið fyrir það. Rúnar var á öðru máli.

Auðvitað þegar þú ert á toppnum og þú tapar, þá færðu á þig víti sem ég sá ekki. Þeir fúlir að tapa auðvitað, þá er maður aðeins fljótari upp. Ég skil þá vel. En ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta, þannig að ég ætla ekkert að dæma um það."

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner