Fram fékk topplið Vals í heimsókn á Lamhagavöllinn í kvöld en þeir náðu að knýja fram sigur á lokametrum leiksins, þegar Simon Tibbling skoraði úr vítaspyrnu. Þetta reyndist vera fyrsti sigur Fram síðan 5. júlí og gat Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, því ekki verið annað en sáttur með það.
„Við náðum að þrýsta þeim niður og þegar þú nærð að ýta Valsliðinu niður á eigin vallarhelming, fara þeir með senterana sína og allt liðið sitt niður að vítalínu og verjast ofboðslega vel. Mér fannst við bara vera flottir og við vildum ekki breyta neinu í hálfleiknum."
Lestu um leikinn: Fram 2 - 1 Valur
Margir skynjuðu smá hita á milli liðanna á vellinum. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og var auðvelt að skynja það. Rúnar hefur séð margt í boltanum og fannst eðlileg barátta milli liðanna tveggja.
„Mér fannst þetta bara góður fótboltaleikur. Þetta var bara eðlileg barátta og mér fannst hún ekki of mikil og Valsmenn eru auðvitað bara sterka menn í öftustu línu. Þú þarft að taka á móti því og standa í lappirnar og mér fannst við gera þeim mjög erfitt fyrir."
Valsmenn voru allt annað en sáttir með dómara leiksins, Gunnar Odd Hafliðason, en tekið var af þeim mark sem átti að hafa verið rangstaða og vildu þeir einnig vítaspyrnu í lok leiks. Gunnar Oddur gaf lítið fyrir það. Rúnar var á öðru máli.
„Auðvitað þegar þú ert á toppnum og þú tapar, þá færðu á þig víti sem ég sá ekki. Þeir fúlir að tapa auðvitað, þá er maður aðeins fljótari upp. Ég skil þá vel. En ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta, þannig að ég ætla ekkert að dæma um það."
Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.