banner
   sun 25. nóvember 2007 08:10
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: News of the World 
News of the World segir að Rafael Benítez verði rekinn
Blaðið segir að Jose Mourinho verði næsti stjóri Liverpool
Verða dagar Rafael Benítez hjá Liverpool brátt taldir?
Verða dagar Rafael Benítez hjá Liverpool brátt taldir?
Mynd: Getty Images
Enska sunnudagsblaðið News of the World sem reyndar er ekki ábyrgasti miðillinn á Englandi fullyrðir í dag að Rafael Benítez verði rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Liverpool eftir deilur við eigendur félagsins og að Jose Mourinho fyrrum stjóri Chelsea sé líklegastur til að taka við starfinu hans.

Blaðið segir að Bandaríkjamennirnir sem eiga Liverpool hafi verið byrjaðir að undirbúa að losa sig við Benítez en eftir stöðugar deilur við hann í vikunni sé orðið endanlega ljóst að hann fari.

Spurningin sé því ekki hvort heldur hvenær Benítez verður rekinn úr starfinu en það verði fyrr en síðar. Næsta skref verði svo að hafa samband við Mourinho um leið og búið er að staðfesta brottrekstur Benítez.

News of the World er ekki traustur fréttamiðill og það verður að taka sérstaklega fram í þessari frétt. Þó ratar blaðið öðru hvoru inn á að skúbba fréttir svo ekkert má útiloka í þeim málum. Þar til traustari miðill flytur þessar fréttir verður því að túlka þær sem slúður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner