Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 28. júlí 2008 07:53
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Sporting hafnaði tilboði Everton í Moutinho
Mynd: Getty Images
Portúgalska félagið Sporting Lisbon segist hafa hafnað 11,8 milljóna punda tilboði frá Everton í miðjumanninn Joao Moutinho.

Moutuinh, sem er 21 árs var í leikmannahópi Portúgala á EM en hann hefur verið orðaður við nokkur ensk félög að undanförnu.

Sporting segir að tilboð Everton hafi hljóða upp á 11,8 milljónir punda en upphæðin hefði hækkað ef Moutinho myndi hjálpa liðinu að ná Meistaradeildarsæti.

Í samningi Moutinho er ákvæð þess efnis að hann geti farið á 19,7 milljónir punda en það ákvæði gildir hins vegar einungis til 15.júní ár hvert.

Everton hefur ekki verið á útopnu á leikmannamarkaðinum í sumar en hins vegar hefur Andy Johnson framherji liðsins verið orðaður við nokkur félög að undanförnu.

Fari Johnson gætu peningar komið inn sem gætu hjálpað Everton að gera hærra tilboð í Moutinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner