fös 04. maí 2012 15:10
Sam Tillen
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Tryggð leikmanna
Sam Tillen
Sam Tillen
Sam Tillen.
Sam Tillen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Roberto Di Matteo.
Roberto Di Matteo.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Þegar ég var 12 ára skrifaði ég undir tveggja ára samning við Chelsea. Þegar ég skrifaði undir samninginn sögðu þjálfarinn minn og yfirmaður akademíunnar: ,,Þessi samningur merkir ekkert, ef við viljum losna við þig á næstu 2 árum þá munum við gera það. Þetta þýðir einungis að þú getur ekki spilað með neinum öðrum en okkur.”
Á þessu augnabliki var hugarfar mitt mótað. Þarna fékk ég sönn og góð ráð. Ef félag vill ekki hafa þig lengur þá mun það finna leið til að láta þig fara. Tryggð og tilfinningar eru ekki til. Sem leikmaður getur þú aukið möguleikana á því að vera áfram hjá félaginu. Á endanum getur þú samt ekkert gert ef þjálfarinn ákveður að þín sé ekki þörf lengur.

Leikmenn sem spila fyrir eitt félag eru sjaldséðir í dag. Það mun verða þannig áfram út af fjárhagslegu hliðinni í fótboltanum. Stuðningsmenn krefjast þess að leikmenn sýni tryggð en í sannleika sagt er fótbolti atvinnugrein. Fótboltaferillinn er stuttr, fyrir heppinn leikmann er hann 20 ára en meðaltalið er 5 ár. Fyrir marga er fótbolti það eina sem þeir þekkja nema þeir hafi farið seint í atvinnumennsku. Leikmenn hætta í skóla 16 ára gamlir. Þeir hafa ekki menntun eða starfsreynslu. Í sumum tilfellum treysta heilu fjölskyldurnar á velgengni leikmanna. Flestir fótboltamenn koma úr verkamannastétt og sumir eiga rætur sínar að rekja í þriðja heiminum. Þessir leikmenn eru ,,fyrirvinnan,” leiðin í átt að gullpottinum. Ég þekki leikmann sem var læstur inn í skáp af pabba sínum ef hann spilaði illa. Pressan og viljinn til að ná langt er mikill og ef þú nærð á toppinn eru verðlaunin góð.

Það skiptir ekki máli í hvaða iðnaði þú ert, peningar munu hafa áhrif á þig. Ef að þú ert að spila fyrir lið og annað lið býður þér þrisvar sinnum hærri laun og möguleika á að vinna titla, þá verður þú að hugsa um það, sama hversu vel þér líkar hjá núverandi félagi. Ég þekki alveg tilfinningarnar í fótboltanum, ástina sem hver stuðningsmaður ber til eins félags, þá er erfitt að hugsa sér þetta en ef þetta er orðið starfið þitt, þá er þetta í raun ekkert öðruvísi en starfið sem stuðingsmaðurinn hefur.

Sem dæmi ef þú vinnur í Íslandsbanka og Landsbankinn vill fá þig. Þeir bjóða þér þrefalt hærri árslaun, möguleika á stöðuhækkun og möguleika á að flytja á hentugan stað á landinu. Ætlar þú að hafna þessu tækifæri út af tryggð þinni við Íslandsbanka? Taktu fjölskyldu þína með í reikninginn og möguleika á að ná lengra í fyrirtækinu og nánast allir myndu samþykkja þetta tilboð. Af hverju er þetta öðruvísi fyrir fótboltamann?

Sem íþróttamaður þá ertu ,,í vinnunni” fyrir framan áhorfendur. Það veltur á því hversu góður þú ert hversu margir áhorfendur mæta. Mér finnst furðulegt þegar stuðningsmenn ,,baula” og öskra á leikmenn sem að stóðu sig vel með félaginu en fóru síðan annað til að ná lengra á ferlinum. Ashley Young kemur fyrst upp í huga minn. Hann stóð sig frábærlega hjá Aston Villa. Félagi sem gæti barist um Evrópusæti og kannski unnið enska bikarinn eða deildabikarinn, ekkert meira en það. Hann fór til að ganga til liðs við stærsta félag heims Manchster United. Af hverju í ósköpunum hefði hann átt að vera áfram? Það sama er hægt að segja um Gareth Barry eða Stewart Downing...

Stuðningsmenn geta ekki búist við að leikmenn verði áfram hjá félaginu af því að þeir studdu að í æsku, það er fáránlegt. Það væri fullkomin atburðarrás í ófullkomnum heimi. Alan Smith hefði ólmur viljað vera áfram hjá Leeds en hvað hefði gerst á ferli hans ef hann hefði hafnað Manchester United til að vera áfram?

Ég heyri stuðningsmenn líka segja: ,,Ég borgaði mig inn, ég get öskrað það sem ég vil.” Það fær mig til að hlægja því að ég hugsa alltaf hvernig það væri ef einhver myndi borga 30 pund og sitja fyrir aftan þá á vinnustaða þeirra. Ímyndið ykkur alla gagnrýnina sem David Beckham hefur mátt þola eða Ashley Cole. Ef að þeir myndu sitja fyrir aftan ,,stuðningsmanninn” að öskra á hann og gagnrýna hæfileika hans, útlit, eiginkonu og börn....það gæti fengið hann til að hugsa sig tvisvar um þegar hann fer næst á leik. Eðlileg óánægja og reiði er hluti af leiknum og það að kvarta og kveina ef leikmaður er að spila undir getu er fullkomlega eðlilegt. Hins vegar tel ég að stuðningsmenn geti farið yfir strikið. Að níðast á konum leikmanns, er það til að mynda nauðsynlegt? Ef þú ert á næturklúbbi og einhver kemur upp að ástinni í lífi þínu og segir eitthvað skelfilegt við hana, myndirðu bjóða hinn vangann? Eða ef þú værir kallaður barnaníðingur reglulega líkt og Arsene Wenger? Þegar 40 þúsund manns syngja um það þá gæti þetta hljómað fyndið en myndir þú vilja þetta ef þetta værir þú eða pabbi þinn/sonur?

Leikmenn eru í atvinnumennsku í fótbolta af mismunandi ástæðum. Það er staðreynd. Sumir leikmenn spila fyrir velgengni, til að vinna titla og uppfylla draum sinn frá því í æsku. Sumir eru einungis í þessu til að hagnast fjárhagslega. Ég hef verið í búningsklefa þar sem leikmenn eru að tala um hversu mikið þeir þéna, hvað þeir ættu að þéna og svo framvegis. Þessir leikmenn munu elta peninginn. Vilji þeirra getur verið jafnmikill og hjá leikmanni sem er að eltast við velgengni. Þetta þýðir einungis að svona leikmenn verða líklega ekki mjög lengi hjá félaginu.

Ég hef alltaf haft trú á því að með velgengni fylgi verðlaun. Hins vegar er mikilvægt að vera á réttum stað á réttum tíma. Tökum dæmi með Roberto Di Matteo. Hann var rekinn frá West Brom og ráðinn til Chelsea vegna þess að hann þekkti félagið og hafði reynslu sem leikmaður og stjóri á Englandi. Hann fór í sömu stöðu og Steve Clarke fór í þegar hann hætti sem stjóri unglingaliðsins þegar ég var í því. Di Matteo vissi ekki og trúði pottþétt ekki að hann myndi síðan leiða Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þegar ég var ungur leikmaður vann ég með honum þegar hann var að afla sér þjálfararéttinda eftir að hafa þurft að leggja skóna á hilluna í kjölfarið á skelfilegu fótbroti. Ég hefði aldrei getað séð hann fyrir mér sem knattspyrnustjóra í framtíðinni. Hann greip tækifærið með báðum höndum og það er eins í fótboltanum og í lífinu, þú þarft að gera sem mest úr tækifærinu þegar það kemur.

Því miður voru afleiðingarnar af þessum ótrúlega varnarleik Chelsea þær að Barcelona gat ekki haldið titlinum í Meistaradeildinni. Þetta verður líka lokatímabilið hjá Pep Guardiola. Að mínu mati hefur hann búið til besta lið sem ég hef séð á ævi minni. Það er nánast ótrúlegt að sjá gæði þeirra og yfirburði.

Það er hinsvegar hvernig hann hefur gert þetta sem mun verða hans aflegð. Að mínu áliti hefur hann verið meistarinn fyrir litla manninn. Fóboltaheimurinn í dag samanstendur af vel byggðum mönnum sem hafa kraft og styrk og hann setur saman lið og áætlun til að vinna það. Messi, Iniesta, Xavi, Alves, Pedro, Villa, litlir leikmenn með ótrúlega tæknilega hæfileika. Hann hefur verið með lið sem hefur með því að nýta tækni og tempó gert ekkert úr þeirri mýtu að leikmenn þurfi allir að vera byggðir eins og Patrick Vieira. Ungir leikmenn geta séð í gegnum þetta Barcelona lið að með mikilli vinnu og með því að ná þeim tæknilegu hæfileikum sem til þarf, geti þeir lagt líkamsburðina. En að því gefnu aðuvitað að hæfileikar þeirra fái að njóta sín. Eins og Guardiola hefur leyft að gerast.

Pepsi-deildin byrjar eftir einungis nokkra daga og spennan er að byggjast upp. Eftir hrikalegt tímabil hjá okkur í fyrra hefur undirbúningstímabilið gengið frábærlega og það er klárlega það besta af þeim 5 árum sem ég hef verið hérna. Það hefur orðið til þess að það eru miklar væntingar til okkar í sumar. Það er mikið hrós en þetta er eftir allt saman bara spá. Við eigum erfiða byrjun, við mætum Val og FH í fyrstu tveimur leikjunum og við tökum bara einn leik fyrir í einu. Mótlætið á síðasta tímabilið herti liðið. Andinn í hópnum er frábær og Ásgeir (Gunnar Ásgeirsson) og Sveinbjörn (Jónasson) hafa smollið vel inn. Reynslan hjá Geira kemur sér vel. Hann hefur gert þetta áður með FH og er með sigurhugarfarið sem þarf að hafa í hópnum. Ég held að FH og KR verði þarna í lok móts líkt og vanalega. Það var gott að ná þremur sigrum gegn KR í vetur en þeir hafa staðið sig þegar á reynir á meðan við höfum ekki gert það. Þar til að við gerum það þá er ósanngjarnt að segja að við séum meistara kandídatar en við munum klárlega reyna okkar besta.
Athugasemdir
banner
banner