Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. febrúar 2016 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Smábæjarleikar á Blönduósi í júní
Mynd: Hvöt
Smábæjaleikarnir eru fyrir hressa krakka í 4., 5., 6., 7. og 8. flokk, bæði stelpur og stráka. Spilað er í blönduðum liðum í 8. flokk.

Knattspyrnudeild Hvatar hefur haldið Smábæjaleikana sl.12 ár og hafa þeir verið hugsaðir fyrir félagslið minni bæjarfélaga úti á landsbyggðinni. Þó hafa stærri lið fengið að senda einstaka c, d og e lið til þátttöku.

Í ár er mótið haldið í þrettánda sinn dagana 18. – 19. júní á glæsilegu vallarsvæði miðsvæðis á Blönduósi, þaðan sem stutt er í verslun, kaffihús, sundlaug og gististaði.

Spilað er í riðlakeppni á laugardag og sunnudag en tekið er á móti liðum á föstudag.

Skráning:
Byrjað er að taka við skráningum þann 15. febrúar en þátttökutilkynningar skal senda á netfangið [email protected].

Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar komi fram:
▶ Nafn félags og fjöldi liða
▶ Fjöldi þátttakenda í hverju liði
▶ Tengiliður félags vegna mótsins
(gsm og netfang)

Staðfestingargjald:
▶ Hvert lið þarf að greiða 5.000 kr. í staðfestingargjald inn á reikning 0307-26-4343 kt. 650169-6629

Þátttökugjald:
▶ Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir 4., 5., 6. og 7. Flokk
▶ Þátttökugjald er 4000 kr. fyrir 8. flokk en aðeins er spilað á laugardeginum hjá yngsta hópnum.
▶ Frítt er fyrir einn þjálfara/liðsstjóra frá hverju liði.

Innifalið í þátttökugjaldi:
▶ Morgunverður laugardag og sunnudag
▶ Hádegismatur laugardag
▶ Kvöldmatur laugardag
▶ Grillaðar pylsur á vallarsvæði í hádegi
á sunnudag
▶ Gisting í skólastofu
▶ Kvöldvaka
▶ Frí í sund í ei skipti fyrir hvert lið

Nánari upplýsingar veitir Kristín í síma 691 8686 eða á netfanginu [email protected]. Athugið að hlé verður gert á leikjaplani á meðan Íslendingar spila við Portúgal á EM á laugardeginum og verður aðstaða til þess að horfa á útsendingu leiksins á svæðinu.
Athugasemdir
banner
banner