Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   lau 30. september 2017 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur R. stóð heiðursvörð fyrir Val
Úr leik Stjörnunnar og Vals í síðustu umferð.
Úr leik Stjörnunnar og Vals í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það vakti mikla athygli um síðustu helgi þegar leikmenn Stjörnunnar ákváðu ekki að standa heiðursvörð fyrir Íslandsmeistara Vals.

Það er hefð fyrir því, bæði hér heima og erlendis, að önnur lið standi heiðursvörð fyrir meistara ef einhverjir leikir eru eftir. Þetta hefur til að mynda verið mikið gert í Englandi.

Stjarnan ákvað hins vegar að gera þetta ekki.

Valur er þessa stundina að spila gegn Víkingi Reykjavík, en Víkingar ákváðu að sýna Valsmönnum virðingu og standa heiðursvörð.

Farðu í textalýsingu frá leik Vals og Víkings R.

Magnús Már Einarsson er á vellinum og hann tók mynd af þessu. Myndina má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Stjarnan stóð ekki heiðursvörð fyrir Valsmenn



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner