Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   fös 25. maí 2018 21:18
Orri Rafn Sigurðarson
Pape: Fólk sem er náið mér ráðlagði mér að skipta ekki
Pape i leiknum gegn Haukum í kvöld.
Pape i leiknum gegn Haukum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er mjög sáttur með frammistöðu liðsins og hjá mér sjálfum það er alltaf ánægjulegt að taka þrjú stig," sagði Pape Mamadou Faye leikmaður Víkings Ólafsvíkur eftir sigurinn gegn Haukum í kvöld

Lestu um leikinn: Haukar 0 -  1 Víkingur Ó.

Það kom mörgum á óvart að sjá Pape í byrjunarliði Víkinga í dag og fáir sem höfðu hugmynd um hvað hann hefur verið að gera síðastliðna mánuði.

„Ég er búinn að vera heima hjá í Senegal og var þar í hálft ár. Ég á fullt af ættingjum þar og gömlum vinum og var duglegur að æfa þarna."

Það héldu allir að Pape væri á leiðinni í Kórdrengina á lokadegi félagskiptagluggans

„Ég fékk boð frá þeim og hugsaði þetta aðeins og tók þá ákvörðun að fara til þeirra en síðan var fólk sem er náið mér og þykir vænt um mig sem ráðlögðu mér að gera það ekki þetta væri ekki réttu skrefinn og væri skref niður á við."

Pape leit vel út í kvöld en hann segist hafa tekið sig aðeins í gegn út í Senegal

„Ég var ekkert að gera vitleysu í Senegal, eftir áramót tók ég mig á og sagði við sjálfan mig að ég ætlaði að vera duglegur að æfa og það gæti hvaða tilboð sem er komið og það er ástæðan fyrir því að ég gat spilað 90 mínútur í dag."
Athugasemdir
banner