Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. febrúar 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Doherty og Coady framlengja við Wolves
Mynd: Getty Images
Varnarmennirnir Conor Coady og Matt Doherty eru búnir að framlengja samninga sína við Wolves til sumarsins 2023.

Þetta eru afar góðar fréttir fyrir Úlfanna sem hafa verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta tímabili aftur í ensku úrvalsdeildinni eftir sex ára fjarveru.

Coady og Doherty eru báðir mikilvægir hlekkir í byrjunarliðinu og hafa verið undanfarin ár. Samanlagt eiga þeir yfir 400 leiki að baki fyrir félagið.

Doherty hefur þótt sérstaklega öflugur á tímabilinu þar sem hann hefur verið að spila frábærlega sem hægri vængbakvörður. Þá hefur hann einnig staðið sig vel þegar hann er færður yfir á vinstri vænginn.

Úlfarnir eru í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, með 39 stig eftir 26 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner