Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 02. apríl 2019 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno: Viðbrögðin við markinu voru frábær
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, var stoltur af sínu liði eftir sigurinn á Manchester United í kvöld.

Wolves kom til baka eftir að hafa lent 1-0 undir og vann leikinn 2-1.

„Góð frammistaða. Við lentum í vandræðum til að byrja með og þeir skoruðu. Viðbrögðin sem við sýndum eftir markið voru frábær. Við stjórnuðum leiknum betur," sagði Nuno eftir sigurinn.

„Það gerir mig stoltan að spila svona gegn þessu liði."

Tveir fremstu menn Wolves, Diogo Jota og Raul Jimenez, eru alltaf hættulegir.

„Samstarf þeirra er mjög gott. Því meiri tíma sem þeir verja saman, því betri verða þeir. Að þeir þekki inn á hvorn annan er mikilvægt."

Næsti leikur Wolves er í undanúrslitum bikarsins gegn Watford á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner