Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. júní 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Áfall fyrir norska kvennalandsliðið
Em­ilie Haavi.
Em­ilie Haavi.
Mynd: Getty Images
Norska kvennalandsliðið hefur orðið fyrir áfalli því Em­ilie Haavi leikur ekki meira með liðinu á HM sem fram fer í Frakklandi. Hún sleit krossband á æfingu með norska landsliðinu í gær.

Þetta er mikið áfall fyrir norska liðið en hún var í byrjunarliði liðsins í 3-0 sigri gegn Nígeríu í fyrsta leik liðsins á HM. Haavi kom hinsvegar ekkert við sögu í 2-1 tapi gegn Frakklandi í fyrrakvöld.

Noregur er með þrjú stig að loknum fyrstu tveimur umferðunum með jafn mörg stig og Nígería. Noregur mætir Suður-Kóreu í lokaumferðinni á mánudaginn.

Haavi er 26 ára göm­ul og á að baki 82 leiki með norska landsliðinu og hef­ur í þeim skorað 16 mörk.
Athugasemdir
banner
banner