Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. ágúst 2019 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Hvíti riddarinn skoraði ellefu mörk
Brynjólfur Þór setti fimm gegn Létti
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fimm leikir fóru fram í 4. deildinni fyrr í kvöld þar sem Hvíti riddarinn og Hamar léku á alls oddi.

Hvíti riddarinn skoraði ellefu mörk gegn KM og er í fyrsta sæti B-riðils á markatölu. Snæfell og Kormákur/Hvöt eiga leik til góða og geta hoppað yfir Hvíta riddarann.

Hamar skoraði tíu gegn Létti í B-riðli og er í öðru sæti fyrir lokaumferðina. Þar þurfa Hvergerðingar helst sigur gegn toppliði GG til að tryggja sér sætið.

Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði fimm mörk fyrir Hamar í stórsigrinum.

Annars höfðu Vatnaliljur betur gegn Ísbirninum á meðan Ægir og Árborg unnu sína leiki, góður dagur fyrir suðurlandið.

Árborg er í þriðja sæti A-riðils en þarf að sigra topplið Bjarnarins og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leik til að ná öðru sætinu.

A-riðill:
Ísbjörninn 0 - 1 Vatnaliljur
0-1 ('2)

Árborg 4 - 2 SR
Upplýsingar vantar

B-riðill:
KM 0 - 11 Hvíti riddarinn
Upplýsingar vantar

C-riðill:
Hamar 10 - 1 Léttir
1-0 Samuel Andrew Malson ('11)
2-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('22)
3-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('33)
3-1 Hafliði Hafliðason ('37, víti)
4-1 Samuel Andrew Malson ('54)
5-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('57)
6-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('70)
7-1 Jón Bjarni Sigurðsson ('82)
8-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('86)
9-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('88)
10-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('90)
Rautt spjald: Kristófer Davíð Traustason, Léttir ('77)

D-riðill:
Ægir 3 - 0 KÁ
Upplýsingar vantar

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner