Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mið 11. september 2019 14:29
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mjög hefðbundið plan og höldum okkur við það sem við höfum gert í sumar. Við erum ekki að fara í krúsídúllur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net aðspurður út í undirbúning liðsins fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Víkingi R. á laugardag.

FH-ingar töpuðu í bikarúrslitum gegn ÍBV árið 2017 en Ólafur finnur fyrir spennu hjá stuðningsmönnum Fimleikafélagsins fyrir úrslitaleiknum í ár.

„Það er tilhlökkun. Það er svakalega langur tími síðan FH vann titil. Þrjú ár, síðan 2016. Menn þyrstir alltaf í titla í Krikanum og eru góðu vanir. Það styttist í úrslitaleik og menn vilja lyfta dollu aftur," sagði Ólafur.

FH lagði Víking 1-0 í júlí í Pepsi Max-deildinni en fyrri leikur liðanna í maí endaði með jafntefli. Hver er lykillinn fyrir FH gegn Víkingi um helgina?

„Úrslitaleikir hafa sitt eigið líf. Víkingarnir eru öflugir í skyndisóknum og get líka sett saman sóknir með spili. Þeir eru með hraða og eru aggressívir í pressu. Við þurfum að standast það að gefa þeim ekki svæði sem þeir geta hlaupið í. Við þurfum að vera aggressívir í pressunni á þá."

„Þegar við erum með boltann þá þurfum við að spila í gegnum pressuna en ekki fyrir framan þá. Við þurfum að komast í gegnum þessa fyrstu pressu og þá vonandi opnast völlurinn meira."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Athugasemdir
banner