Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 11. september 2019 14:29
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mjög hefðbundið plan og höldum okkur við það sem við höfum gert í sumar. Við erum ekki að fara í krúsídúllur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net aðspurður út í undirbúning liðsins fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Víkingi R. á laugardag.

FH-ingar töpuðu í bikarúrslitum gegn ÍBV árið 2017 en Ólafur finnur fyrir spennu hjá stuðningsmönnum Fimleikafélagsins fyrir úrslitaleiknum í ár.

„Það er tilhlökkun. Það er svakalega langur tími síðan FH vann titil. Þrjú ár, síðan 2016. Menn þyrstir alltaf í titla í Krikanum og eru góðu vanir. Það styttist í úrslitaleik og menn vilja lyfta dollu aftur," sagði Ólafur.

FH lagði Víking 1-0 í júlí í Pepsi Max-deildinni en fyrri leikur liðanna í maí endaði með jafntefli. Hver er lykillinn fyrir FH gegn Víkingi um helgina?

„Úrslitaleikir hafa sitt eigið líf. Víkingarnir eru öflugir í skyndisóknum og get líka sett saman sóknir með spili. Þeir eru með hraða og eru aggressívir í pressu. Við þurfum að standast það að gefa þeim ekki svæði sem þeir geta hlaupið í. Við þurfum að vera aggressívir í pressunni á þá."

„Þegar við erum með boltann þá þurfum við að spila í gegnum pressuna en ekki fyrir framan þá. Við þurfum að komast í gegnum þessa fyrstu pressu og þá vonandi opnast völlurinn meira."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Athugasemdir
banner