Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. september 2019 13:51
Magnús Már Einarsson
Allt í bulli í klefunum hjá Napoli - Mæta Liverpool á þriðjudag
Ancelotti er brjálaður!
Ancelotti er brjálaður!
Mynd: Getty Images
„Ég hef séð stöðuna á búningsklefunum á San Paolo og á ekki til orð," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Lagfæringar hafa verið í gangi á San Paolo leikvanginum, heimavelli Napoli, og því spilaði liðið fyrstu tvo leiki sína í Serie A á útivelli.

Napoli á heimaleik geng Sampdoria á laugardag og á þriðjudaginn er Liverpool að koma í heimsókn í Meistaradeildinni. Búningsklefarnir eru gjörsamlega ónothæfir eins og staðan er í dag.

„Ég get skilið ósk félagsins um að spila fyrstu tvo leikina á útivelli til að ljúka verkinu eins og var lofað," sagði Ancelotti.

„Þú getur byggt heilt hús á tveimur mánuðum en þeir náðu ekki að laga búningsklefana! Hvar eigum við að klæða okkur í leikjunum gegn Sampdoria og Liverpool?"

Hér má sjá hvernig klefarnir líta út í dag.

Athugasemdir
banner
banner