Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur semur við þrjá leikmenn
Auður var ein af þeim sem skrifaði undir.
Auður var ein af þeim sem skrifaði undir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur samið við þrjá efnilega leikmennn. Þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Emma Steinsen Jónsdóttir og Hildur Björk Búadóttir hafa gert samning við knattspyrnudeild Vals.

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving semur til þriggja ára, Auður er fædd árið 2002 og spilar sem markvörður. Auður hefur verið fastamaður í U19 ára landsliði íslands sem tryggði sér sæti í milliriðli EM nú á dögunum.

Emma Steinsen Jónsdóttir semur til tveggja ára, Emma er fædd árið 2003 og spilar sem varnarmaður. Emma hefur verið fastamaður í U17 ára landsliði íslands sem tryggði sér sæti í milliriðli EM fyrr í sumar.

Hildur Björk Búadóttir semur til þriggja ára, Hildur er fædd árið 2004 og spilar sem varnarmaður. Hildur hefur spilað fyrir U16 og U15 ára landslið íslands á þessu ári.

Stelpurnar voru lykilleikmenn í 2. flokks liði Vals sem urðu bikarmeistarar í sumar.

Meistaraflokkur Vals varð Íslandsmeistari á nýafstöðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner